Segir grátlegt að sjá fjölmiðla kokgleypa ryðgaðan öngul Kidda sleggju Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2023 16:53 Jón Kaldal telur fyrir neðan allar hellur að fjölmiðlar landsins hafi tekið upp það sem hann segir delluásökun hagsmunatengds héraðsfréttablaðs fyrir vestan, eins og það væri einhver flugufótur fyrir því sem þar kemur fram um efnið. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur með hinum mestu ólíkindum að fjölmiðlar hafi tekið upp það sem hann segir ósvífna og lágkúrulega afvegaleiðingu í vestfirska miðlinum BB. „Já, mér fannst sorglegt að sjá helstu fjölmiðla landsins hlaupa 1. apríl í boði Kristins. H. Gunnarssonar og BB, sem hefur verið á framfæri fólks með náin tengsl við sjókvíaeldisfyrirtækjanna fyrir vestan. Hefur Fjölmiðlanefnd meðal annars áminnt miðilinn fyrir það hvernig hann stóð að umfjöllun um sjókvíaeldið,“ segir Jón í samtali við Vísi. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi birti kolsvarta úttekt sína á því hvernig staðið er að málum varðandi skjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Delluásökun að sögn Jóns Eins og Vísir sagði af í morgun, líkt og flestir fjölmiðlar landsins, birtist grein í Bæjarins besta, sem Kristinn H. Gunnarsson, sem jafnan var kallaður Kiddi sleggja meðal annars er hann sat á þingi, ritstýrir þar sem hæfi Guðmundar er dregið í efa. Hann ætti ásamt Helgu Jónu Benediktsdóttur, eiginkonu sinni, jörðina Leysingjastaði í Dalasýslu og Helga Jóna væri formaður veiðifélags Laxár í Hvammsveit. Guðmundur taldi það af og frá að hann væri vanhæfur í samtali við fréttastofu. „Örlítil sjálfstæð athugun stóru fjölmiðlanna, RÚV, Vísis og MBL, á þessum dellu áburði á hendur ríkisendurskoðanda hefði leitt í ljós að hagsmunir hans rista ekki dýpa en svo að veiðileyfi í Laxá í Hvammssveit, sem rennur um jörð í hans eigu, eru ekki seld á almennum markaði og meðalveiðin frá 1982 til 2010 var 46 laxar á ári. Hann var svo fulltrúi íslenska ríkisins í alþjóðlegu samstarfi sem embættismaður, þau störf hans gera hann ekki að hagsmunaaðila,“ segir Jón og honum er ekki skemmt. Örþrifaráð fólks sem hafi vondan málstað að verja Jón spyr þá hvert hið meinta vanhæfi Guðmundar ætti eiginlega að vera? „Að vilja vernda villta íslenska laxinn gegn því að hann skaðist varanlega af völdum sjókvíaeldis?Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist ekki átta sig á að það er sjálft að staðfesta þá skaðsemi með svona smjörklípum.“ Jón telur þetta grátlega „let them deny it-skítapillu“ frá Sleggjunni. Þetta megi heita ryðgaður öngull úr þeirri áttinni: „Þetta er örþrifaráð fólks sem veit að það hefur vondan málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leggur staðreyndir á borðið sem sjókvíaeldisfyrirtækin vilja ekki ræða efnislega.“ Því miður hefur það að einhverju leyti heppnast að mati Jóns Kaldals. Fiskeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lax Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Sjá meira
„Já, mér fannst sorglegt að sjá helstu fjölmiðla landsins hlaupa 1. apríl í boði Kristins. H. Gunnarssonar og BB, sem hefur verið á framfæri fólks með náin tengsl við sjókvíaeldisfyrirtækjanna fyrir vestan. Hefur Fjölmiðlanefnd meðal annars áminnt miðilinn fyrir það hvernig hann stóð að umfjöllun um sjókvíaeldið,“ segir Jón í samtali við Vísi. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi birti kolsvarta úttekt sína á því hvernig staðið er að málum varðandi skjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Delluásökun að sögn Jóns Eins og Vísir sagði af í morgun, líkt og flestir fjölmiðlar landsins, birtist grein í Bæjarins besta, sem Kristinn H. Gunnarsson, sem jafnan var kallaður Kiddi sleggja meðal annars er hann sat á þingi, ritstýrir þar sem hæfi Guðmundar er dregið í efa. Hann ætti ásamt Helgu Jónu Benediktsdóttur, eiginkonu sinni, jörðina Leysingjastaði í Dalasýslu og Helga Jóna væri formaður veiðifélags Laxár í Hvammsveit. Guðmundur taldi það af og frá að hann væri vanhæfur í samtali við fréttastofu. „Örlítil sjálfstæð athugun stóru fjölmiðlanna, RÚV, Vísis og MBL, á þessum dellu áburði á hendur ríkisendurskoðanda hefði leitt í ljós að hagsmunir hans rista ekki dýpa en svo að veiðileyfi í Laxá í Hvammssveit, sem rennur um jörð í hans eigu, eru ekki seld á almennum markaði og meðalveiðin frá 1982 til 2010 var 46 laxar á ári. Hann var svo fulltrúi íslenska ríkisins í alþjóðlegu samstarfi sem embættismaður, þau störf hans gera hann ekki að hagsmunaaðila,“ segir Jón og honum er ekki skemmt. Örþrifaráð fólks sem hafi vondan málstað að verja Jón spyr þá hvert hið meinta vanhæfi Guðmundar ætti eiginlega að vera? „Að vilja vernda villta íslenska laxinn gegn því að hann skaðist varanlega af völdum sjókvíaeldis?Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist ekki átta sig á að það er sjálft að staðfesta þá skaðsemi með svona smjörklípum.“ Jón telur þetta grátlega „let them deny it-skítapillu“ frá Sleggjunni. Þetta megi heita ryðgaður öngull úr þeirri áttinni: „Þetta er örþrifaráð fólks sem veit að það hefur vondan málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leggur staðreyndir á borðið sem sjókvíaeldisfyrirtækin vilja ekki ræða efnislega.“ Því miður hefur það að einhverju leyti heppnast að mati Jóns Kaldals.
Fiskeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lax Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00