25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 17:26 Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23