Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 21:05 Níels Hafsteinsson segir frábært að vera með veitingastað og bari á Tenerife. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum. Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum.
Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira