Hefur miklar áhyggjur af nikótínotkun barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 12:54 Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. Tvö til þrjú börn og unglingar koma á viku koma á barnadeild Landspítalans með nikótíneitrun eftir að hafa sett svona upp í sig nikótínpúða eða apað slíkt eftir fullorðnum. Nikótínpúðar eru fíkniefni og oftast fyrsta slíka efnið sem fólk notar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður. Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjum þætti Einars Bárðarsonar, Einmitt, þar sem hann ræðir við Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Miklar áhyggjur af tíðni munntóbaksfíknar Munntóbaks-æði hefur gripið hefur fjölmennan hluta ungs fólks, sér í lagi íþróttafólks, hér á landi og Valgerður segir notkun nikotínpúða mikið áhyggjuefni, því regluverkið sé afar svifaseint á meðan markaðssetningin er stöðug og mikil. „Það kom bara allt í einu rosa hress Svíi sem kom munntóbaki upp í alla ungu kynslóðina. Bara eins og að hann hefði verið að selja hillur úr IKEA. Hvað er að frétta af því?“ segir Einar í því sambandi og bætir við ef honum dytti í hug að hafa áhyggjur af börnunum sínum þá veit hann að þau geta ekki keypt sígarettur auðveldlega en þau geta valið úr gríðarlegum fjölda tegunda af nikótínpúðum. Mjög ávanabindandi og mikið nikótín Valgerður segir markaðsöflin hafa yfirhöndina og til dæmis mjög blekkjandi að talað sé um að efnið sé hvítt og liti ekki tennurnar. „Í raun er þetta mjög ávanabindandi og mikið nikótín í þessu. Þau sem nota þetta eru með þetta meira og minna allan daginn.“ Einar minnist einnig á sóðaskapinn sem af þessu hlýst. Á sama tíma og sígarettustubbar séu hverfandi á götum úti sjáist nú nikótínpúðar ansi víða. Mestur fíknivandi tengdur löglegum efnum Á Íslandi gilda lög og reglur um reyktóbak og Valgerður bendir á að seint um síðir hafi þau náð yfir rafrettur. Eftir eigi að setja slíkar reglur um nikotínpúða. „Þetta stóra sem snýr að fíkniefnum er þessi pólitíska umgjörð sem skiptir mestu máli. Þegar stundum er verið að tala um afglæpavæðingu og lögleiðingu, en við sjáum að mesti vandinn er tengdur löglegum efnum. Ég er 100% á því að ekki eigi refsa fólki fyrir neyslu eða vera með fíkn og það er yfirleitt ekki gert á Íslandi, þótt við höfum einhver dæmi um slíkt og hægt sé að gera betur. En við höfum ekki náð utan um þennan nýja faraldur sem við vitum ekki hvaða áhrif mun hafa,“ segir Valgerður.
Nikótínpúðar Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira