Meirihluti þeirra sem hefur skoðun vill í Evrópusambandið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 17:00 Evrópuhreyfingin telur að áhugi landsmanna á inngöngu í Evrópusambandið sé að aukast. Getty Images Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Maskínu vilja ganga í Evrópusambandið. 66% vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp aðildarviðræður að nýju. Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin
Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent