Ungi strákurinn á miðju Liverpool fékk mikið hrós frá Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 09:30 Stefan Bajcetic var flottur á miðju Liverpool í leiknum á móti Everton á Anfield í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Liverpool fagnaði langþráðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann nágranna sína í Everton. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira