Cloé kölluð inn í kanadíska landsliðið en landsliðskonurnar hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 09:31 Cloe Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse er í landsliðshópi Kanada á SheBelieves æfingamótinu. Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira