Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 10:31 Mason Greenwood sést hér mæta fyrir dómara á síðasta ári en hætt var við að sækja hann til saka. Getty/Paul Currie Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. Greenwood þótti einn mest spennandi leikmaður í Englandi og var ungur að aldri búinn að vinna sér sæti í enska landsliðinu. Allt sprakk hins vegar framan í hann þegar myndband með honum fara mjög illa með kærustu sína fór á flug á netmiðlum. Manchester United will canvass opinions from both the men's and women's teams in deciding Mason Greenwood's future at the club, sources told ESPN. https://t.co/JUdwHEyWB1— ESPN FC (@ESPNFC) February 15, 2023 ESPN hefur heimildir fyrir því að forráðamenn United ætli að spyrja leikmenn álits um hvort þeir eigi að taka Greenwood aftur inn og þá erum við að tala bæði um leikmenn karlaliðsins og leikmenn kvennaliðsins. United hefur nú hafið innanhúss rannsókn eftir að fallið var frá kærunni á hendur Greenwood. Hann átti að koma fyrir dómara í nóvember fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað með Manchester United síðan í janúar 2022. Eftir að málið kom upp var honum strax bannað að mæta á æfingar hjá félaginu og United klippti alveg á öll tengsl sín við leikmanninn. Greenwood er engu að síður með samning til ársins 2025 og á þá möguleika á að bæta einu ári við. Hann náði að spila 129 leiki fyrir United áður en málið kom upp. Rannsókn Manchester United er víðtæk og ítarleg og hluti af vinnunni verður að ræða við leiðtoga í bæði karla- og kvennaliði félagsins. Það er ekki búist við neinni niðurstöðu fyrr en í sumar því Erik ten Hag vill alls ekki að mál eins og þetta trufli liðið á mikilvægum lokaspretti sínum á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Greenwood þótti einn mest spennandi leikmaður í Englandi og var ungur að aldri búinn að vinna sér sæti í enska landsliðinu. Allt sprakk hins vegar framan í hann þegar myndband með honum fara mjög illa með kærustu sína fór á flug á netmiðlum. Manchester United will canvass opinions from both the men's and women's teams in deciding Mason Greenwood's future at the club, sources told ESPN. https://t.co/JUdwHEyWB1— ESPN FC (@ESPNFC) February 15, 2023 ESPN hefur heimildir fyrir því að forráðamenn United ætli að spyrja leikmenn álits um hvort þeir eigi að taka Greenwood aftur inn og þá erum við að tala bæði um leikmenn karlaliðsins og leikmenn kvennaliðsins. United hefur nú hafið innanhúss rannsókn eftir að fallið var frá kærunni á hendur Greenwood. Hann átti að koma fyrir dómara í nóvember fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað með Manchester United síðan í janúar 2022. Eftir að málið kom upp var honum strax bannað að mæta á æfingar hjá félaginu og United klippti alveg á öll tengsl sín við leikmanninn. Greenwood er engu að síður með samning til ársins 2025 og á þá möguleika á að bæta einu ári við. Hann náði að spila 129 leiki fyrir United áður en málið kom upp. Rannsókn Manchester United er víðtæk og ítarleg og hluti af vinnunni verður að ræða við leiðtoga í bæði karla- og kvennaliði félagsins. Það er ekki búist við neinni niðurstöðu fyrr en í sumar því Erik ten Hag vill alls ekki að mál eins og þetta trufli liðið á mikilvægum lokaspretti sínum á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira