Ljósleiðaradeildin í beinni: Þrjú lið berjast um deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 19:06 Leikir kvöldsins. Lokaumferð deildarkeppninnar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO klárast í kvöld þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti
Þór, Atlantic Esports og ríkjandi meistarar Dusty mæta öll til leiks í kvöld og öll geta þessi þrjú lið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Dusty er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og því getur liðið varið titilinn með sigri, sama hvernig aðrir leikir kvöldsins fara. Við hefjum leik á viðureign Ármanns og FH klukkan 19:30 áður en alvaran tekur við. Atlantic mætir Ten5ion klukkan 20:30 í leik sem ætti að vera skyldusigur fyrir Atlantic, enda situr Ten5ion í næst neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og botnlið Fylkis. Liðsmenn Atlantic munu svo bíða spenntir eftir seinustu viðureign kvöldsins þegar Dusty og Þór mætast klukkan 21:30. Eins og áður segir tryggir Dusty sér deildarmeistaratitilinn með sigri, en tapi liðið gegn Þór eru liðsmenn Atlantic deildarmeistarar. Eini möguleiki Þórs á deildarmeistaratitlinum er að Atlantic tapi gegn Ten5ion og Þórsarar vinni svo sigur gegn Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti