Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 23:06 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta. EPA/ERIK S. LESSER Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Áskrifendur munu einnig geta staðfest hverjir þeir eru og þannig auka öryggi gegn því að aðrir þykist vera þeir. Þjónustan mun kosta 11,99 dali á mánuði fyrir Facebook og Instagram, sé Facebook notað í vafra í tölvum. Sé Facebook notað í Android eða iOS stýrikerfi Apple kostar þjónustan 14,99 dali. Byrjað verður að bjóða upp á þessa áskriftarþjónustu í Nýja Sjálandi og Ástralíu í þessari viku. Þá stendur til að gera það í öðrum ríkjum á komandi mánuðum. Tekjur Facebook eru að lang mestu komnar til vegna auglýsingasölu, þar sem fyrirtæki borga fyrir hnitmiðaðar auglýsingar sem notendur Facebook sjá. Sjá einnig: Segir upp ellefu þúsund manns Í grein Financial Times segir að breytingar á persónuverndarreglum Apple frá árinu 2021 hefi komið verulega niður á tekjum Meta, móðurfélags Facebook og Instagram. Breytingarnar meina fyrirtækinu að vakta netnotkun notenda, sem er mikilvægur liður í auglýsingaiðnaði Facebook. Sjá einnig: Zuckerberg líka ósáttur við Apple Virði hlutabréfa félagsins hafa aukist verulega í þessum mánuði eftir að opinberað var að auglýsingasala fór fram úr væntingum og að Meta hefur verið að kaupa eigin hlutabréf í miklu magni. Meta gæti hagnast verulega á áskriftarsölu en forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu nýverið að um tveir milljarðar manna notuðu Facebook daglega og nærri því þrír milljarðar notuðu einhverjar af vörum Meta, eins og Instagram, WhatsApp og Messenger. Sjá einnig: Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Sérfræðingur sem FT ræddi við segir þessar breytingar enn eina vísbendinguna um það að þeir dagar þar sem notendur samfélagsmiðla borga fyrir notkunina með persónuupplýsingum sínum séu að enda komnir. Forsvarsmenn annarra samfélagsmiðla hafa gripið til sambærilegra aðgerða að undanförnu og má þar meðal annars nefna Twitter, Snapchat og Telegram. Meta Facebook Twitter Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Áskrifendur munu einnig geta staðfest hverjir þeir eru og þannig auka öryggi gegn því að aðrir þykist vera þeir. Þjónustan mun kosta 11,99 dali á mánuði fyrir Facebook og Instagram, sé Facebook notað í vafra í tölvum. Sé Facebook notað í Android eða iOS stýrikerfi Apple kostar þjónustan 14,99 dali. Byrjað verður að bjóða upp á þessa áskriftarþjónustu í Nýja Sjálandi og Ástralíu í þessari viku. Þá stendur til að gera það í öðrum ríkjum á komandi mánuðum. Tekjur Facebook eru að lang mestu komnar til vegna auglýsingasölu, þar sem fyrirtæki borga fyrir hnitmiðaðar auglýsingar sem notendur Facebook sjá. Sjá einnig: Segir upp ellefu þúsund manns Í grein Financial Times segir að breytingar á persónuverndarreglum Apple frá árinu 2021 hefi komið verulega niður á tekjum Meta, móðurfélags Facebook og Instagram. Breytingarnar meina fyrirtækinu að vakta netnotkun notenda, sem er mikilvægur liður í auglýsingaiðnaði Facebook. Sjá einnig: Zuckerberg líka ósáttur við Apple Virði hlutabréfa félagsins hafa aukist verulega í þessum mánuði eftir að opinberað var að auglýsingasala fór fram úr væntingum og að Meta hefur verið að kaupa eigin hlutabréf í miklu magni. Meta gæti hagnast verulega á áskriftarsölu en forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu nýverið að um tveir milljarðar manna notuðu Facebook daglega og nærri því þrír milljarðar notuðu einhverjar af vörum Meta, eins og Instagram, WhatsApp og Messenger. Sjá einnig: Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Sérfræðingur sem FT ræddi við segir þessar breytingar enn eina vísbendinguna um það að þeir dagar þar sem notendur samfélagsmiðla borga fyrir notkunina með persónuupplýsingum sínum séu að enda komnir. Forsvarsmenn annarra samfélagsmiðla hafa gripið til sambærilegra aðgerða að undanförnu og má þar meðal annars nefna Twitter, Snapchat og Telegram.
Meta Facebook Twitter Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira