„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. vísir/Arnar Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira