Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 23:29 Gísli Eyjólfsson í leik með Breiðablik síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira