Lét stamið ekki stöðva sig og fór í viðtal: „Elska að sjá þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 07:30 Ken Sema hefur leikið 14 landsleiki fyrir sænska landsliðið. Gareth Copley/Getty Images Svíinn Ken Sema hefur hlotið mikið lof í vikunni fyrir að fara í viðtal hjá félagsrás liðs síns, Watford. Hann hefur lítið farið í viðtöl á sínum ferli vegna málhelti. Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Sema átti stórleik þegar Watford vann West Bromwich Albion í ensku B-deildinni á mánudagskvöldið. Hann skoraði tvö marka liðsins í 3-2 sigri, þar á meðal sigurmarkið á 78. mínútu. Hann hefur farið í fá viðtöl á ferli sínum en lét slag standa eftir stórleik mánudagskvöldsins. Hann ræddi við miðla Watford og líkt og sjá má í viðtalinu að neðan stamar sá sænski, sem er ástæða fælni hans við fjölmiðla í gegnum tíðina. "It was an easy one!"Ken Sema speaks following his match winning brace tonight! pic.twitter.com/c8qv7GvNIw— Watford Football Club (@WatfordFC) February 20, 2023 Sema hefur hlotið mikið lof fyrir á samfélagsmiðlum, þar á meðal frá Mikael Neville Anderson, landsliðsmanni Íslands. https://t.co/iHuDDoIm0s— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) February 21, 2023 Luke Ayling, varnarmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur einnig glímt við það að stama og hann hrósaði Sema í hástert á Twitter er hann deildi viðtalinu undir yfirskriftinni: „Elska að sjá þetta“. Love to see this. https://t.co/X0gwVcN4Ax— Luke Ayling (@lukeayling_8) February 21, 2023 „Ég stama einnig. Þetta er frábært. Ég veit hverja ég styð í Championship-deildinni það sem eftir lifir leiktíðar.“ sagði einn tvítverji. „Frábært. Þetta mun líklega hvetja aðra sem glíma við málhelti til að öðlast sjálfstraust og fara í viðtöl, mér fannst hann standa sig afar vel.“ sagði annar. Sema kom til Watford frá Östersund í Svíþjóð árið 2018 og á yfir 100 deildarleiki að baki fyrir félagið. Eftir sigur mánudagsins er liðið í 7. sæti Championship deildarinnar með 50 stig og er aðeins verri markatölu frá umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildini.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira