Bestir í klefanum: Sögur af fjórum geirvörtum og nöktum manni á Blönduósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 11:31 Agnar Smári Jónsson gaf Þorgrími Smára leyfi að birta þessa mynd. Úr einkasafni Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, bauð upp á topplista í síðasta þætti en þar valdi hann þá bestu í klefanum frá hans ferli í handboltanum. Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ Sjá meira
Alls voru fimm sem komust á listann á endanum en það voru auðvitað margir tilkallaðir. Þorgrímur Smári sagði skemmtilegar sögur af þeim mönnum sem komust á listann hans. Markvörðurinn Hlynur Morthens varð í fimmta sæti en Þorgrímur Smári hrósaði honum sérstaklega fyrir að koma vel fram við yngri leikmenn félagsins. „Hann kenndi mér eitt hann Hlynur. Það var það að þú átt alltaf að vera góður og almennilegur við krakkana í yngri flokkunum því þú veist aldrei hvenær þeir banka upp á í meistaraflokki og einn daginn ertu farinn að spila með honum,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Hlynur kenndi mér margt og það er alltaf gaman að hitta Hlyn. Það er gaman að vera með honum innan vallar sem utan,“ sagði Þorgrímur Smári. Næstu menn á listanum voru þeir Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson. „Læðan er í þriðja sætinu. Það er farið að kalla hann bónda þannig að ég klippti þessa mynd af honum aðeins til. Það vita ekki allir söguna af því af hverju hann er kallaður Læðan. Ég fékk leyfi frá honum til að segja þá sögu,“ sagði Þorgrímur. „Læðunafnið er tilkomið vegna þessa að Atli er með fjórar geirvörtur. Hann er með tvær stórar geirvörtur og tvær pinkulitlar undir sem þekkist alveg í þessum heimi. Fannar Þór Friðgeirsson sagði einhvern tímann við hann: Atli þú ert bara eins og læða,“ sagði Þorgrímur og sagði einnig frá liðspartýinu þar sem læðunafnið festist endanlega við Atla. Næstir á lista voru síðan Lárus Helgi Ólafsson, bróðir Þorgríms og svo maðurinn i toppsætinu sem fékk mynd af sér á Adamsklæðunum. Þorgrímur tók fram að hann fékk leyfi fyrir að birta hana. „Allir sem hafa spilað með Agnari Smára Jónssyni vita að þetta er algjör gull af manni. Þegar ég kom í Val þá var það fyrsta sem hann sagði við mig: Toggi ég er svo ánægður með að þú komst í Val því þá er ég ekki eini heimski maðurinn á svæðinu,“ sagði Þorgrímur. Þorgrímur Smári birti síðan myndina af Agnari Smára sem var tekin á Blönduósi. Hér fyrir neðan má sjá allan listann sem og alla umræðuna og sögurnar. Klippa: Seinni bylgjan: Bestir í klefanum að mati Togga
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ Sjá meira