Dagný um súra endinn á 2022: Gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 13:30 Dagný Brynjarsdóttir sést hér eftir tapleikinn á móti Portúgal þar sem íslenska liðið missti af HM. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni. Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Íslenska liðið var taplaust á mótinu, vann tvo af þremur leikjum og fékk ekki á sig mark. Markatalan var 7-0 Íslandi í vil. Dagný Brynjarsdóttir ræddi við KSÍ TV eftir leikinn í gær en hún var með fyrirliðabandið þar sem Glódís Perla Viggósdóttir hvíld í þessum leik. „Mér fannst við laga margt sem við þurftum að laga eftir síðustu tvo leiki á undan. Það var stígandi í þessu hjá okkur með hverjum leik,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Þetta lið hefur ekki verið að fá mikið af mörkum á sig þannig að það var mjög gott að skora fimm mörk hjá þeim. Við höldum hreinu allt mótið og það er líka jákvætt. Við sköpuðu fleiri færi í dag heldur en í hinum leikjunum og kláruðum þau,“ sagði Dagný. Er Dagný sátt með mótið í heild sinni? „Já, já. Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi því það voru ekki okkar bestu leikir en kannski er ekki það besta fyrir okkur að spila leiki á þessum tíma. Það eru ekki margir leikmenn byrjaðir að spila með sínum liðum og við erum með fáa leikmenn í vetrardeildum,“ sagði Dagný. „Það var því við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir strax og við höfum náttúrulega ekki spilað saman síðan í október. Við hefðum kannski átt að byrja hina tvo leikina aðeins betur en kannski er það eðlilegt miðað við árstíma og hvar leikmenn eru á sínum tímabilum í dag,“ sagði Dagný. Íslenska liðið var saman á Spáni í tíu daga og hvernig metur Dagný ferðina. „Þetta var flott. Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman. Það voru nokkrir nýliðar eins og Diljá og Olla sem fengu að kynnast hópnum vel. Síðast þegar við vorum saman þá töpuðum við á móti Portúgal og enduðum síðasta ár því erfiðlega. Það var erfitt að rífa sig upp úr því og það var því gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði árið 2022 á að tapa á móti Portúgal í leik þar sem sigur hefði komið okkar stelpum inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn. Það má sjá allt viðtalið við Dagnýju hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira