Hamrén í vandræðum í Álaborg eftir að leikmenn kvörtuðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 18:31 Erik Hamrén á ekki sjö dagana sæla í Álaborg um þessar mundir. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén er í vandræðum í Danmörku en hann stýrir nú liði Álaborgar. Leikmenn liðsins hafa kvartað undan Hamrén og segja liðið spila gamaldags fótbolta. Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira