Fjölskylda Potter hefur fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:01 Það hefur verið bras á lærisveinum Graham Potter hjá Chelsea síðustu vikurnar. Vísir/Getty Graham Potter greindi frá því á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag að hann og fjölskylda hans hafi fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum vegna slaks gengis liðsins. Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“ Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“
Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti