Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:06 Íbúum á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur brá í brún í morgun. Vísir/KTD Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira