Ten Hag vonast til þess að gera Ferguson stoltan Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 12:31 Erik Ten Hag segir að arfleið Ferguson sé sigurhefð Manchester United. Vísir/Getty Manchester United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár þegar liðið mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins í dag. Erik Ten Hag segist hlakka til að stýra liðinu á hinum sögufræga Wembley leikvangi. Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“ Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira