Horizon Call of the Mountain: Sýndarveruleikinn nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 08:01 Bardagar í Horizon Call of the Mountain eru einkar skemmtilegir. Horizon Call of the Mountain er leikur sem Sony gaf út samhliða nýjum sýndarveruleikabúnaði. Leikurinn sýnir mjög vel burði PSVR 2 og er í senn mjög skemmtilegur, þó klifrið geti verið of mikið. Leikurinn setur mann í haus Ryas, fyrrverandi Carja hermanns, sem gekk til liðs við Shadhow Carja, óvini Aloy í Horizon Zero Dawn, og endaði í fangelsi. Hann fær það verkefni að elta uppi bróður sinn sem er týndur og finna út af hverju vélmenni eru að ráðast á byggðir, en í staðinn fær hann frelsi. Eins og reglan er í tölvuleikjum fer þetta verkefni illa af stað og Ryas þarf að taka á honum stóra sínum og bjarga málunum með því að klífa fjöll og berjast við vélmenni. Sem Ryas þurfa spilarar að nota boga og örvar til að „drepa“ vélmenni af ýmsum gerðum en þeir bardagar eru hápunktar leiksins. Til að taka upp bogann þarf maður að fara aðra höndina yfir öxlina og taka þar í gikk. Þá heldur maður á boganum og þarf að sækja ör yfir hina öxlina. Svo þarf maður að setja örina á sinn stað, draga bogann og skjóta. Þetta er hægt að gera tiltölulega auðveldlega og er merkilega skemmtilegt. Ég átti að vísu mun auðveldar með þetta en Kjartan vinnufélagi minn, sem átti í smá basli með að miða almennilega en það var ekki vandamál fyrir mig skal ég segja ykkur. Eins og í hefðbundnum Horizon-leikjum snúast bardagar um að finna veikleika vélmenna og skjóta þá ítrekað með örvum eða kasta sprengjum í þá. Í millitíðinni þarf maður að koma sér undan árásum vélmenna en þetta er allt saman þrususkemmtilegt í sýndarverleika. Málað á veggi Það er hægt að hafa mikil áhrif á umhverfið í HCTOM. Hægt er að taka upp diska og aðra hluti og kasta þeim í veggi til að brjóta þá. Ef maður missir orku, þarf maður að finna epli og borða það. Mér hefur nokkrum sinnum tekst að slá mig í andlitið við það. Spilarar þurfa að opna kassa og tunnur til að finna hluti sem hægt er að nota til að búa til betri örvar en maður þarf að setja þær saman, eins og annan búnað sem Ryas notar til að klifra. Eitt það skemmtilegasta, að mínu mati, er að finna málningu og nota hana til að mála hellamyndir. Þá getur maður tekið upp pensil, dýft honum í mismunandi liti og mála myndir. Það er líka hægt að nota puttana. Of mikið klifur Ef það er eitthvað sem ég hef út á Horizon Call of the Mountain að setja þá snýr það að klifri. Hún Aloy þarf að klifra mikið í sínum leikjum og það þarf Ryas að gera einnig. Klifur fer þannig fram að maður þarf að horfa í kringum sig, finna sillu, grípa í hana og hífa sig upp. Maður er sum sé mikið að lyfta höndunum hátt á loft og toga þær aftur niður. Svo þarf maður að sveifla sér, stökkva, renna sér og allskonar. Maður þarf að klifra allskonar. Það er ekkert tæknilega séð slæmt við þetta og þetta lítur vel út. Ég hef aldrei áður upplifað lofthræðslu, sitjandi í skrifborðsstól heima hjá mér. Klifrið er þó of mikið. Ég væri til í að klifra minna og berjast meira. Mun meira. Klifur er merkilega vel gert en gallinn er að það er rosalega mikið af því. Það hefur komið reglulega fyrir að mér verður flökurt við spilun HCOTM og það hefur gerst sérstaklega oft við langt klifur og eftir þó nokkurn spilunartíma. Mér sýndisit þó á honum Kjartani að þetta sé að einhverju leyti persónubundið. Samantekt-ish Horizon Call of the Mountain er þrusuflottur leikur sem sýnir vel getu sýndarveruleikabúnaðar Sony, eins og áður hefur komið fram. Hann er einnig skemmtilegur og það er gaman að upplifa það að berjast við vélmenni með boga og örvum. Ef þú átt PSVR 2, þá er HCOTM skyldueign. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. 19. febrúar 2022 09:00 Horizon Zero Dawn: Aloy er enn hörkukvendi Horizon Zero Dawn er í rauninni miklu betri leikur á PC heldur en PS4, þó upplifunin skemmist vegna hökts og hægagangs. 17. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikurinn setur mann í haus Ryas, fyrrverandi Carja hermanns, sem gekk til liðs við Shadhow Carja, óvini Aloy í Horizon Zero Dawn, og endaði í fangelsi. Hann fær það verkefni að elta uppi bróður sinn sem er týndur og finna út af hverju vélmenni eru að ráðast á byggðir, en í staðinn fær hann frelsi. Eins og reglan er í tölvuleikjum fer þetta verkefni illa af stað og Ryas þarf að taka á honum stóra sínum og bjarga málunum með því að klífa fjöll og berjast við vélmenni. Sem Ryas þurfa spilarar að nota boga og örvar til að „drepa“ vélmenni af ýmsum gerðum en þeir bardagar eru hápunktar leiksins. Til að taka upp bogann þarf maður að fara aðra höndina yfir öxlina og taka þar í gikk. Þá heldur maður á boganum og þarf að sækja ör yfir hina öxlina. Svo þarf maður að setja örina á sinn stað, draga bogann og skjóta. Þetta er hægt að gera tiltölulega auðveldlega og er merkilega skemmtilegt. Ég átti að vísu mun auðveldar með þetta en Kjartan vinnufélagi minn, sem átti í smá basli með að miða almennilega en það var ekki vandamál fyrir mig skal ég segja ykkur. Eins og í hefðbundnum Horizon-leikjum snúast bardagar um að finna veikleika vélmenna og skjóta þá ítrekað með örvum eða kasta sprengjum í þá. Í millitíðinni þarf maður að koma sér undan árásum vélmenna en þetta er allt saman þrususkemmtilegt í sýndarverleika. Málað á veggi Það er hægt að hafa mikil áhrif á umhverfið í HCTOM. Hægt er að taka upp diska og aðra hluti og kasta þeim í veggi til að brjóta þá. Ef maður missir orku, þarf maður að finna epli og borða það. Mér hefur nokkrum sinnum tekst að slá mig í andlitið við það. Spilarar þurfa að opna kassa og tunnur til að finna hluti sem hægt er að nota til að búa til betri örvar en maður þarf að setja þær saman, eins og annan búnað sem Ryas notar til að klifra. Eitt það skemmtilegasta, að mínu mati, er að finna málningu og nota hana til að mála hellamyndir. Þá getur maður tekið upp pensil, dýft honum í mismunandi liti og mála myndir. Það er líka hægt að nota puttana. Of mikið klifur Ef það er eitthvað sem ég hef út á Horizon Call of the Mountain að setja þá snýr það að klifri. Hún Aloy þarf að klifra mikið í sínum leikjum og það þarf Ryas að gera einnig. Klifur fer þannig fram að maður þarf að horfa í kringum sig, finna sillu, grípa í hana og hífa sig upp. Maður er sum sé mikið að lyfta höndunum hátt á loft og toga þær aftur niður. Svo þarf maður að sveifla sér, stökkva, renna sér og allskonar. Maður þarf að klifra allskonar. Það er ekkert tæknilega séð slæmt við þetta og þetta lítur vel út. Ég hef aldrei áður upplifað lofthræðslu, sitjandi í skrifborðsstól heima hjá mér. Klifrið er þó of mikið. Ég væri til í að klifra minna og berjast meira. Mun meira. Klifur er merkilega vel gert en gallinn er að það er rosalega mikið af því. Það hefur komið reglulega fyrir að mér verður flökurt við spilun HCOTM og það hefur gerst sérstaklega oft við langt klifur og eftir þó nokkurn spilunartíma. Mér sýndisit þó á honum Kjartani að þetta sé að einhverju leyti persónubundið. Samantekt-ish Horizon Call of the Mountain er þrusuflottur leikur sem sýnir vel getu sýndarveruleikabúnaðar Sony, eins og áður hefur komið fram. Hann er einnig skemmtilegur og það er gaman að upplifa það að berjast við vélmenni með boga og örvum. Ef þú átt PSVR 2, þá er HCOTM skyldueign.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. 19. febrúar 2022 09:00 Horizon Zero Dawn: Aloy er enn hörkukvendi Horizon Zero Dawn er í rauninni miklu betri leikur á PC heldur en PS4, þó upplifunin skemmist vegna hökts og hægagangs. 17. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð. 19. febrúar 2022 09:00
Horizon Zero Dawn: Aloy er enn hörkukvendi Horizon Zero Dawn er í rauninni miklu betri leikur á PC heldur en PS4, þó upplifunin skemmist vegna hökts og hægagangs. 17. ágúst 2020 07:30