Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Erik ten Hag hefur nú fært Manchester United langþráðan titil en Pep Guardiola segist hafa búist við meira af United síðustu ár. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Sjá meira
Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Sjá meira