Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 12:18 Neyðarskýlin í Reykjavík fyrir heimilislausa eru jafnan yfirfull og sérfræðingur í skaðaminnkun segir brýna þörf á fleiri langtímabúsetuúrræðum eigi fólk ekki að festast þar. Vísir/Arnar Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala. Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala.
Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira