Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. mars 2023 15:01 Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger standa að verkinu Soft Shell. Aðsend Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal. „Þetta er rannsóknarverkefni þar sem við erum að skoða sjónræna skynjun, hljóð og hreyfingar í tengslum við sensory upplifun og hugleiðslu,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um Soft Shell í samtali við blaðamann. Katrín Gunnarsdóttir, dansari og kóreógrafer.Aðsend Framkalla hugleiðsluástand og leika við skilningarvitin Katrín og Eva Signý koma úr ólíkum listrænum bakgrunnum en Katrín er lærður dansari og kóreógrafer, hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða um heiminn. Eva Signý er lærður leikmynda- og búningahönnuður og hefur hannað fyrir fjöldann allan af fjölbreyttum verkum. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin.“ Eva Signý, leikmynda- og búningahönnuður.Aðsend Manngerð náttúra Katrín og Eva Signý sækja innblásturinn meðal annars í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda, til að skoða í samhengi lifandi flutnings. Ásamt því gera þær tilraunir með áferðir og eiginlega efnis þegar það mætir líkama. „Dansararnir Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Ásgeir Helgi Magnússon koma að leika sér í þessari manngerðu náttúru sem við erum að búa til hér í Ásmundarsal,“segir Katrín. Í fréttatilkynningu segir einnig að á vinnustofunni verði nánar skoðað samband þessa tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Saga Kjerulf Sigurðardóttir.Owen Fiene Skemmtileg tilraunamennska „Við höfum ekki gert það áður að opna þetta fyrir áhorfendum. Þetta er nýtt samhengi fyrir okkur, við erum vanar að vinna saman í leikhúsinu en hér fáum við tækifæri til að skoða hlutina á öðruvísi hátt, sem er skemmtileg tilraunamennska fyrir okkur,“ segir Katrín. Verkið Soft Shell er stöðugt í vinnslu og er skemmtileg tilraunamennska að sögn Katrínar.Aðsend Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í samstarfi sínu við Katrínu skoðar Eva Signý hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inn í samhengi myndlistar. Afrakstur af vinnustofunni verður sem áður segir sýndur á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 18:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Dans Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00 Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Þetta er rannsóknarverkefni þar sem við erum að skoða sjónræna skynjun, hljóð og hreyfingar í tengslum við sensory upplifun og hugleiðslu,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um Soft Shell í samtali við blaðamann. Katrín Gunnarsdóttir, dansari og kóreógrafer.Aðsend Framkalla hugleiðsluástand og leika við skilningarvitin Katrín og Eva Signý koma úr ólíkum listrænum bakgrunnum en Katrín er lærður dansari og kóreógrafer, hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða um heiminn. Eva Signý er lærður leikmynda- og búningahönnuður og hefur hannað fyrir fjöldann allan af fjölbreyttum verkum. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin.“ Eva Signý, leikmynda- og búningahönnuður.Aðsend Manngerð náttúra Katrín og Eva Signý sækja innblásturinn meðal annars í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda, til að skoða í samhengi lifandi flutnings. Ásamt því gera þær tilraunir með áferðir og eiginlega efnis þegar það mætir líkama. „Dansararnir Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Ásgeir Helgi Magnússon koma að leika sér í þessari manngerðu náttúru sem við erum að búa til hér í Ásmundarsal,“segir Katrín. Í fréttatilkynningu segir einnig að á vinnustofunni verði nánar skoðað samband þessa tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Saga Kjerulf Sigurðardóttir.Owen Fiene Skemmtileg tilraunamennska „Við höfum ekki gert það áður að opna þetta fyrir áhorfendum. Þetta er nýtt samhengi fyrir okkur, við erum vanar að vinna saman í leikhúsinu en hér fáum við tækifæri til að skoða hlutina á öðruvísi hátt, sem er skemmtileg tilraunamennska fyrir okkur,“ segir Katrín. Verkið Soft Shell er stöðugt í vinnslu og er skemmtileg tilraunamennska að sögn Katrínar.Aðsend Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í samstarfi sínu við Katrínu skoðar Eva Signý hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inn í samhengi myndlistar. Afrakstur af vinnustofunni verður sem áður segir sýndur á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 18:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Dans Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00 Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00
Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30