Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 10:27 Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Vísir/Vilhelm Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka mældist 80,1 prósent, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,1 prósent og atvinnuleysi var 3,7 prósent. Atvinnulausum fækkaði um rúm 4.300 frá árinu 2021 og atvinnuleysið dróst saman um 2,2 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi á meðal kvenna var 3,4 prósent að jafnaði og á meðal karla var það 4 prósent. Árið 2022 var atvinnuleysi að jafnaði 4,3 prósent í Reykjavík, 3,6 prósent í nágrenni Reykjavíkur og 3,4 prósent utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 allt árið 2022 og karlar um 112.400. Ekki var nægjanlegur fjöldi í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar til að greina frekar fjölda kynsegin/annað en samkvæmt talningu úr staðgreiðslugögnum voru 55 kynsegin eða annað samkvæmt þjóðskrá starfandi að jafnaði árið 2022. Heildarvinnustundir þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni voru að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku árið 2022. Heildarvinnustundir kvenna á viku voru 32,6 klukkustundir og karla 39,7 klukkustundir. Mikil fjölgun á meðal háskólamenntaðra Fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinnur að jafnaði fleiri vinnustundir á viku en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í Reykjavík árið 2022 var 34,9 klukkustundir, hjá íbúum nágrennis Reykjavíkur voru stundirnar að jafnaði 35,7 en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins unnu að jafnaði 38,5 klukkustundir. Þegar þróun menntunar og starfandi er skoðuð yfir 20 ára tímabil má meðal annars sjá að háskólamenntuðum á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög eða úr 24,2 prósent í 39,7 prósent allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun dregist verulega saman. Hlutur þeirra sem hafa lokið starfs- og/eða framhaldsmenntun að einhverju leyti hefur staðið í stað. Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Innflytjandi er einstaklingur með lögheimili á Íslandi sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka mældist 80,1 prósent, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,1 prósent og atvinnuleysi var 3,7 prósent. Atvinnulausum fækkaði um rúm 4.300 frá árinu 2021 og atvinnuleysið dróst saman um 2,2 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi á meðal kvenna var 3,4 prósent að jafnaði og á meðal karla var það 4 prósent. Árið 2022 var atvinnuleysi að jafnaði 4,3 prósent í Reykjavík, 3,6 prósent í nágrenni Reykjavíkur og 3,4 prósent utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 allt árið 2022 og karlar um 112.400. Ekki var nægjanlegur fjöldi í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar til að greina frekar fjölda kynsegin/annað en samkvæmt talningu úr staðgreiðslugögnum voru 55 kynsegin eða annað samkvæmt þjóðskrá starfandi að jafnaði árið 2022. Heildarvinnustundir þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni voru að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku árið 2022. Heildarvinnustundir kvenna á viku voru 32,6 klukkustundir og karla 39,7 klukkustundir. Mikil fjölgun á meðal háskólamenntaðra Fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinnur að jafnaði fleiri vinnustundir á viku en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í Reykjavík árið 2022 var 34,9 klukkustundir, hjá íbúum nágrennis Reykjavíkur voru stundirnar að jafnaði 35,7 en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins unnu að jafnaði 38,5 klukkustundir. Þegar þróun menntunar og starfandi er skoðuð yfir 20 ára tímabil má meðal annars sjá að háskólamenntuðum á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög eða úr 24,2 prósent í 39,7 prósent allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun dregist verulega saman. Hlutur þeirra sem hafa lokið starfs- og/eða framhaldsmenntun að einhverju leyti hefur staðið í stað. Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Innflytjandi er einstaklingur með lögheimili á Íslandi sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira