„Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2023 17:45 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Stöð 2 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Þó að um B-lið Noregs sé að ræða er liðið ekkert lamb að leika sér við og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, segir að þarna séu framtíðar Ólympíu- og heimsmeistarar. „Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
„Þetta er gríðarsterkt lið. Þetta eru verðandi heims- og Ólympíumeistarar ef Þórir [Hergeirsson] heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á,“ sagði Arnar í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir leikinn. „Þetta eru bara þær stelpur sem eru næstar inn hjá Noregi og eru gríðarlega öflugar. Þannig að við erum að fara að mæta hérna alvöru liði.“ UNdirbúningur fyrir mikilvægari leiki Íslenska liðið leikur tvo leiki við það norska á næstu dögum, en leikirnir tveir eru undirbúningur fyrir mikilvæga leiki liðsins gegn Ungverjum í undankeppni HM. „Þetta er vissulega undirbúningur fyrir leikina gegn Ungverjalandi og svo erum við náttúrulega bara alltaf að vinna í því að taka skref fram á við. Við horfum kannski fyrst og fremst á það. Eftir seinasta verkefni vill ég sjá okkur halda áfram að mæta aðeins hærra á völlinn í vörninni og þora að taka bardagana.“ „Það gekk ágætlega í seinasta verkefni, en nú erum við að mæta mun sterkari andstæðingum þannig það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við því. Ég vil sjá okkur halda áfram að keyra upp svipað og við gerðum þá. Þá vorum við hugrakkar og þorðum og gerðum það bara glimrandi vel. Ég vil sjá okkur halda áfram að gera það líka á móti sterkari andstæðingum. Heilt yfir eru þetta allir þættirnir sem við erum að vinna í og reyna að bæta okkur og vonandi gerum við það áfram.“ Klippa: Addi Pé um Noreg Selfyssingur snýr aftur og Selfyssingur stígur sín fyrstu skref Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var tekin inn í landsliðshópinn á nýjan leik, en hún hefur átt frábært tímabil með ÍBV í vetur. „Það er búið að vera frábært að fylgjast með Hönnu síðustu mánuði og hún er búin að vera að stíga og bæta sig jafnt og þétt. Hún var náttúrulega búin að vera í erfiðum meiðslum og á klárlega skilið að vera hérna með okkur.“ Þá er einnig einn nýliði tekinn inn í hópinn, Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir. „Já ég vona það. Þetta er stelpa sem hefur allt,“ sagði Arnar, aðspurður að því hvort Katla María væri framtíðarstjarna íslenska liðsins. „Það er auðvitað undir henni komið hvernig þetta þróast allt saman, en mér finnst hún bara vera búin að standa sig það vel. Hún er að spila hafsent í vörn og gerið það glimrandi vel. Þorir að taka hæð og þorir að taka bardagan og er efni í hörkuskyttu. Mér fannst þetta gott tækifæri til að taka hana inn núna og kynna hana fyrir því sem við erum að gera. Leyfa henni að komast nær þessu og pressa á hana að halda áfram, vera dugleg og halda áfram að taka þessi skref fram á við. Þá er framtíðin hennar.“ Með nánast sinn sterkasta hóp Þá segist Arnar vera með nánast alla sína helstu og mikilvægustu leikmenn með í leiknum gegn Noregi í kvöld. „Jú, þetta er svona uppistaðan að þessu. Díana [Dögg Magnúsdóttir] er í þessari eldflaugaverkfræði sinni úti í Þýskalandi og er í prófum. Unnur [Ómarsdóttir] er meidd þannig hún gat ekki gefið kost á sér. Lovísa [Thompson] er meidd þannig það eru einhver skörð, en heilt yfir er þetta bara sá hópur sem ég vildi hafa núna og er bara mjög sáttur við það,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira