Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 18:23 Darwin Nunez skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í kvöld. Michael Regan/Getty Images Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur. Það var Cody Gakpo sem skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar hann kom Liverpool í forystu á 43. mínútu eftir stoðsendingu frá Andy Robertson og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn svo eins og þeir enduðu þann fyrri. Darwin Nunez tvöfaldaði forystu Liverpool strax á annari míníutu seinni hálfleiksins áður en Cody Gakpo bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Mohamed Salah bætti svo fjórða markinu við á 66. mínútu og Darwin Nunez breytti stöðunni í 5-0 þegar enn var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Salah var þó hvergi nærri hættur því hann bætti öðru marki sínu við og sjötta marki Liverpool á 83. mínútu áður en hann lagði upp sjöunda markið fyrir Ronberto Firmino sem setti seinasta naglann í kistu gestanna sex mínútum síðar. Niðurstaðan varð því ótrúlegur 7-0 sigur Liverpool og stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar orðin staðreynd. Eftir sigurinn situr Liverpool í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig eftir 25 leiki, sjö stigum á eftir United sem situr í þriðja sæti og aðeins þrem stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Enski boltinn
Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur. Það var Cody Gakpo sem skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar hann kom Liverpool í forystu á 43. mínútu eftir stoðsendingu frá Andy Robertson og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn svo eins og þeir enduðu þann fyrri. Darwin Nunez tvöfaldaði forystu Liverpool strax á annari míníutu seinni hálfleiksins áður en Cody Gakpo bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Mohamed Salah bætti svo fjórða markinu við á 66. mínútu og Darwin Nunez breytti stöðunni í 5-0 þegar enn var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Salah var þó hvergi nærri hættur því hann bætti öðru marki sínu við og sjötta marki Liverpool á 83. mínútu áður en hann lagði upp sjöunda markið fyrir Ronberto Firmino sem setti seinasta naglann í kistu gestanna sex mínútum síðar. Niðurstaðan varð því ótrúlegur 7-0 sigur Liverpool og stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar orðin staðreynd. Eftir sigurinn situr Liverpool í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig eftir 25 leiki, sjö stigum á eftir United sem situr í þriðja sæti og aðeins þrem stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti