Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 14:31 Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Reiss Nelson gegn Bournemouth. EPA-EFE/Daniel Hambury Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25
„Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00
Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti