Innlit í framtíðina hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 09:16 Cody Gakpo fagnar fyrra marki sínu í leiknum í gær. Hann skoraði það með frábærri afgreiðslu. AP/Jon Super Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær. Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira