Albert skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2023 21:20 Albert var frábær í kvöld. Twitter@GenoaCFC Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira