Lífið

Skoðuðu 167 milljóna einbýli í Skerjafirðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Pétur hefur lofað konunni að næsta eign yrði sú síðasta sem tekin yrði í gegn.
Guðjón Pétur hefur lofað konunni að næsta eign yrði sú síðasta sem tekin yrði í gegn.

Í þættinum Draumaheimilinu á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með leit þeirra Guðjóns Péturs Lýðssonar og Krístínar Aspar Sigurðurdóttur að þeirra draumaheimili. 

Guðjón, sem er knattspyrnumaður, er þekktur fyrir að vera einkar handlaginn en parið hefur á síðustu þrettán árum tekið í gegn ellefu eignir og selt síðan í kjölfarið.

Saman eiga þau þrjá drengi og þurftu því fjögur svefnherbergi. Hugrún Halldórsdóttir fékk að fylgjast með þeim skoða þrjár eignir og meðal annars skoðuðu þau einkar glæsilegt einbýlishús í Skerjafirðinum. 

Um var að ræða tvö hundruð ferðmetra hús við fáfnisveg en ásett verð var 167 milljónir króna sem var örlítið fyrir ofan þeirra kostnaðaráætlun. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Skoðuðu 167 milljóna einbýli í Skerjafirðinum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.