Musk biður Harald afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2023 00:23 Mikil umræða hefur átt sér stað á Twitter vegna samskipta Musk og Haraldar. Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. Haraldur skrifaði fyrst tíst þar sem hann sagðist ekki hafa fengið nein svör hjá Twitter um það hvort hann ynni enn hjá fyrirtækinu. Því fór hann á Twitter og spurði Musk sjálfan. Musk svaraði færslunni og fór svo í kjölfarið að gera grín að Haraldi. Þá sakaði hann Harald einnig um að hafa ekki unnið almennilega og að hann hafi notað fötlun sína sem afsökun fyrir því. Haraldur svaraði um hæl og hófust deilurnar. Sjá einnig: Haraldur svarar ásökunum Musk fullum hálsi Almannatengillinn Andrés Jónsson, sem er æskuvinur Haralds, sagði svo í dag að þó svo að fólk geti upplifað þetta sem hörð átök fyrrum starfsmanns og vinnuveitenda fyrir allra augum þá sé meira á bakvið þetta. Í rauninni hafi Musk gengið í gildru með því að svara færslunni. Sjá einnig: Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Seinna í kvöld eyddi Musk svo tísti þar sem hann kallaði Harald „þann versta“. Sjá einnig: Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Það var svo skömmu fyrir ellefu sem Musk svaraði manni á Twitter sem sagðist hafa unnið með Haraldi og að sá síðarnefndi hefði frábært vinnusiðferði, væri hæfileikaríkur og hógvær. Þessi maður, sem heitir Daniel Houghton, sagðist sannfærður um að einhver misskilningur væri þarna á ferðinni. Í svari Musks sagðist hann hafa haft samband við Harald til að fá hans hlið á málinu. „Þetta er löng saga,“ sagði Musk og bætti við: „Betra að tala við fólk en að tjá sig með tístum.“ Skömmu fyrir miðnætti bætti hann svo við afsökunarbeiðni til Haralds og sagðist hafa misskilið stöðuna, á grundvelli þess sem aðrir hefðu sagt honum. Musk sagði að Haraldur væri að íhuga að vinna áfram hjá Twitter. I would like to apologize to Halli for my misunderstanding of his situation. It was based on things I was told that were untrue or, in some cases, true, but not meaningful.He is considering remaining at Twitter.— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023 Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. 26. febrúar 2023 20:01 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. 3. febrúar 2023 23:25 Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2. janúar 2023 15:56 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Haraldur skrifaði fyrst tíst þar sem hann sagðist ekki hafa fengið nein svör hjá Twitter um það hvort hann ynni enn hjá fyrirtækinu. Því fór hann á Twitter og spurði Musk sjálfan. Musk svaraði færslunni og fór svo í kjölfarið að gera grín að Haraldi. Þá sakaði hann Harald einnig um að hafa ekki unnið almennilega og að hann hafi notað fötlun sína sem afsökun fyrir því. Haraldur svaraði um hæl og hófust deilurnar. Sjá einnig: Haraldur svarar ásökunum Musk fullum hálsi Almannatengillinn Andrés Jónsson, sem er æskuvinur Haralds, sagði svo í dag að þó svo að fólk geti upplifað þetta sem hörð átök fyrrum starfsmanns og vinnuveitenda fyrir allra augum þá sé meira á bakvið þetta. Í rauninni hafi Musk gengið í gildru með því að svara færslunni. Sjá einnig: Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Seinna í kvöld eyddi Musk svo tísti þar sem hann kallaði Harald „þann versta“. Sjá einnig: Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Það var svo skömmu fyrir ellefu sem Musk svaraði manni á Twitter sem sagðist hafa unnið með Haraldi og að sá síðarnefndi hefði frábært vinnusiðferði, væri hæfileikaríkur og hógvær. Þessi maður, sem heitir Daniel Houghton, sagðist sannfærður um að einhver misskilningur væri þarna á ferðinni. Í svari Musks sagðist hann hafa haft samband við Harald til að fá hans hlið á málinu. „Þetta er löng saga,“ sagði Musk og bætti við: „Betra að tala við fólk en að tjá sig með tístum.“ Skömmu fyrir miðnætti bætti hann svo við afsökunarbeiðni til Haralds og sagðist hafa misskilið stöðuna, á grundvelli þess sem aðrir hefðu sagt honum. Musk sagði að Haraldur væri að íhuga að vinna áfram hjá Twitter. I would like to apologize to Halli for my misunderstanding of his situation. It was based on things I was told that were untrue or, in some cases, true, but not meaningful.He is considering remaining at Twitter.— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. 26. febrúar 2023 20:01 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. 3. febrúar 2023 23:25 Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2. janúar 2023 15:56 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. 26. febrúar 2023 20:01
Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24
Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. 3. febrúar 2023 23:25
Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda. 2. janúar 2023 15:56
Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02