Weghorst svarar fyrir af hverju hann snerti „This is Anfield“ skiltið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 07:30 Wout Weghorst og félagar í Manchester United fengu sögulega útreið á Anfield. Getty/Michael Regan Hollenski framherjinn Wout Weghorst hjá Manchester United hefur fengið á sig efasemdir um hollustu sína til Manchester United eftir að menn sáu til hans snerta „This is Anfield“ skiltið fyrir 7-0 tapið á móti Liverpool um helgina. Það er þekkt hefð fyrir leikmenn Liverpool að snerta skiltið fyrir leik og eftir að menn sáu myndir af þessu fóru einhverjir að rifja upp gamalt viðtal við Weghorst þar sem hann sagðist halda með Liverpool. Weghorst var eins og flestir leikmenn Manchester United heillum horfinn í þessum leik og sem framherji sem skorar ekki mörg þá var kappinn fljótur að finna fyrir hraðri og óvægri gagnrýni á sig eftir úrslitin og myndbandið með skiltið. Wout Weghorst said he only touched the 'This is Anfield' sign to "wind up" Virgil van Dijk before Liverpool vs. Manchester United pic.twitter.com/uX0rTFR20l— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2023 Weghorst ákvað því að stíga fram og útskýra hvað var þarna í gangi. Hann segist hafa verið að reyna að pirra landsliðsfélaga sinn Virgil van Dijk með því að snerta skiltið. „Ég þekki það frá landsliðinu að Virgil snertir alltaf skiltið,“ sagði Wout Weghorst sem er hjá Manchester United á láni frá Burnley. „Það eina sem ég var að hugsa um var að koma í veg fyrir að hann snerti skiltið og reyna að pirra hann,“ sagði Weghorst. „Vanalega er ég ekki að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun en það er þess virði að þessu sinni því stuðningsmenn Manchester United eru mér mikilvægir. Sem barn þá hélt ég með FC Twente og sem stoltur leikmaður Manchester United í dag þá geta menn aldrei efast um hollustu mína til félagsins,“ sagði Weghorst. „Sunnudagurinn var hræðilegur fyrir okkur alla. Við ætlum að gera allt til að bæta fyrir það á næstu vikum. Við komum til baka samaneinaðir og ætlum að ná markmiðum okkar á tímabilinu,“ sagði Weghorst. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Það er þekkt hefð fyrir leikmenn Liverpool að snerta skiltið fyrir leik og eftir að menn sáu myndir af þessu fóru einhverjir að rifja upp gamalt viðtal við Weghorst þar sem hann sagðist halda með Liverpool. Weghorst var eins og flestir leikmenn Manchester United heillum horfinn í þessum leik og sem framherji sem skorar ekki mörg þá var kappinn fljótur að finna fyrir hraðri og óvægri gagnrýni á sig eftir úrslitin og myndbandið með skiltið. Wout Weghorst said he only touched the 'This is Anfield' sign to "wind up" Virgil van Dijk before Liverpool vs. Manchester United pic.twitter.com/uX0rTFR20l— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2023 Weghorst ákvað því að stíga fram og útskýra hvað var þarna í gangi. Hann segist hafa verið að reyna að pirra landsliðsfélaga sinn Virgil van Dijk með því að snerta skiltið. „Ég þekki það frá landsliðinu að Virgil snertir alltaf skiltið,“ sagði Wout Weghorst sem er hjá Manchester United á láni frá Burnley. „Það eina sem ég var að hugsa um var að koma í veg fyrir að hann snerti skiltið og reyna að pirra hann,“ sagði Weghorst. „Vanalega er ég ekki að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun en það er þess virði að þessu sinni því stuðningsmenn Manchester United eru mér mikilvægir. Sem barn þá hélt ég með FC Twente og sem stoltur leikmaður Manchester United í dag þá geta menn aldrei efast um hollustu mína til félagsins,“ sagði Weghorst. „Sunnudagurinn var hræðilegur fyrir okkur alla. Við ætlum að gera allt til að bæta fyrir það á næstu vikum. Við komum til baka samaneinaðir og ætlum að ná markmiðum okkar á tímabilinu,“ sagði Weghorst.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti