Arsenal enn á ný í vandræðum eftir fagnaðarlætin um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 13:00 Varamenn Arsenal hlupu inn á völlinn til að fagna sigurmarkinu á móti Bournemouth. Getty/Stuart MacFarlane Arsenal gæti fengið á sig fjórðu ákæru tímabilsins frá enska knattspyrnusambandinu en verið er að skoða hvað gekk á undir lokin þegar Arsenal menn skoruðu dramatískt sigurmakrið á móti Bournemouth. Sigurmarkið kom á sjöundu mínútu í uppbótatíma og verður líklega eitt af því sem verður rifjað oft upp nái Arsenal að vinna ensku deildina. Arsenal in hot water with the FA again as governing body investigates raucous celebrations after last-gasp winner against Bournemouth https://t.co/YLaDqoaQvG— Times Sport (@TimesSport) March 6, 2023 Arsenal lenti 2-0 undir en náði að snúa leiknum. Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti eftir sigurmark varamannsins Reiss Nelson. Arsenal menn fóru mögulega yfir strikið í fagnaðarlátunum og þá sérstaklega starfsmenn og varamenn liðsins. Bekkurinn hljóp inn á völlinn til að fagna marki Reiss Nelson. Chris Kavanagh, dómari leiksins, skrifaði um atvikið í skýrslu sinni um leikinn. Rannsókn stendur yfir og því á enska knattspyrnusambandið eftir að ákveða hvort Arsnal verði ákært í fjórða sinn á tímabilinu. Arsenal þurfti að borga 40 þúsund pund fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í markalausu jafntefli á móti Newcastle í janúar. Sex dögum síðar var Arsenal aftur refsað fyrir svipaða hluti og um sömu upphæð en að þessu sinni fyrir að umkringja dómara í bikarleik á móti Oxford United. Þriðja ákæran kom síðan eftir leikinn á móti Manchester City en bæði félög fengu sekt fyrir að leikmenn þeirra höguðu sér ekki sómasamlega í leiknum. Arsenal fékk þá 65 þúsund punda sekt auk tuttugu þúsund punda sekt að auki sem til vegna skilorðsbundinnar refsingar vegna Oxford leiksins. How Reiss Nelson s 97th-minute winner was celebrated from different angles pic.twitter.com/ZQ2TPcysYl— Premier League (@premierleague) March 7, 2023 Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Sigurmarkið kom á sjöundu mínútu í uppbótatíma og verður líklega eitt af því sem verður rifjað oft upp nái Arsenal að vinna ensku deildina. Arsenal in hot water with the FA again as governing body investigates raucous celebrations after last-gasp winner against Bournemouth https://t.co/YLaDqoaQvG— Times Sport (@TimesSport) March 6, 2023 Arsenal lenti 2-0 undir en náði að snúa leiknum. Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti eftir sigurmark varamannsins Reiss Nelson. Arsenal menn fóru mögulega yfir strikið í fagnaðarlátunum og þá sérstaklega starfsmenn og varamenn liðsins. Bekkurinn hljóp inn á völlinn til að fagna marki Reiss Nelson. Chris Kavanagh, dómari leiksins, skrifaði um atvikið í skýrslu sinni um leikinn. Rannsókn stendur yfir og því á enska knattspyrnusambandið eftir að ákveða hvort Arsnal verði ákært í fjórða sinn á tímabilinu. Arsenal þurfti að borga 40 þúsund pund fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í markalausu jafntefli á móti Newcastle í janúar. Sex dögum síðar var Arsenal aftur refsað fyrir svipaða hluti og um sömu upphæð en að þessu sinni fyrir að umkringja dómara í bikarleik á móti Oxford United. Þriðja ákæran kom síðan eftir leikinn á móti Manchester City en bæði félög fengu sekt fyrir að leikmenn þeirra höguðu sér ekki sómasamlega í leiknum. Arsenal fékk þá 65 þúsund punda sekt auk tuttugu þúsund punda sekt að auki sem til vegna skilorðsbundinnar refsingar vegna Oxford leiksins. How Reiss Nelson s 97th-minute winner was celebrated from different angles pic.twitter.com/ZQ2TPcysYl— Premier League (@premierleague) March 7, 2023
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira