Casemiro sá aftur rautt í markalausu jafntefli United gegn botnliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 15:55 Casemiro vonsvikinn eftir að hafa séð rauða spjaldið koma úr vasa Anthony Taylor. Vísir/Getty Manchester United og Southampton gerðu markalaust jafntefli í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Manchester United mætti til leiks í dag eftir 4-1 sigur á Real Betis í Evrópudeildinni á fimmtudag en síðasti deildarleikur, 7-0 tapið gegn Liverpool, var þeim eflaust enn í fersku minni. Southampton sat á botni deildarinnar fyrir leikinn og því um skyldusigur að ræða hjá United. Hinn sjóðandi heiti Marcus Rashford fékk fyrsta marktækifærið þegar Gavin Bazunu varði í tvígang frá honum á með stuttu millibili. Bruno Fernandes átti síðan skot yfir markið eftir skyndisókn og skömmu síðar fékk Carlos Alcaraz ágætt færi en Raphael Varane komst fyrir skot hans. Á 32. mínútu fékk Brasilíumaðurinn Casemiro rautt spjald fyrir tæklingu á Alcaraz. Casemiro var örlítið óheppinn því sóli hans fór af boltanum og síðan framan á legg Alcaraz en Anthony Taylor dómari kíkti í myndavélarnar og virtist ekki í neinum vafa um að rautt spjald væri réttur dómur. Casemiro had never received a straight red card in his career before joining Man Utd. He now has two in his last three Premier League games pic.twitter.com/XZ3cPqggG6— B/R Football (@brfootball) March 12, 2023 Þetta er annað rauða spjaldið hjá Casemiro á stuttum tíma og hann er á leiðinni í fjögurra leikja bann. Undir lok fyrri hálfleiks vildu leikmenn United síðan fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Armel Bella-Kotchap í teignum en Taylor dæmdi ekki. Staðan í hálfleik 0-0. United sótti til sigurs í síðari hálfleik og leikurinn var frekar opinn. James Ward Prowse skaut í þverslána úr aukaspyrnu og þá varði David De Gea vel þegar Theo Walcott komst í gegn. United fékk líka sín tækifæri og Bruno Fernandes skaut í stöngina en Bazunu var í boltanum. Mínútu síðar skaut svo Kyle Walker-Peters í stöngina hinu megin og í raun ótrúlegt að ekkert mark væri komið í leikinn. Allt kom fyrir ekki og hvorugu liðinu tókst að skora. Lokatölur 0-0 og United er nú í þriðja sæti, ellefu stigum á eftir Manchester City og tveimur stigum á undan Tottenham í fjórða sætinu. Enski boltinn
Manchester United og Southampton gerðu markalaust jafntefli í fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Manchester United mætti til leiks í dag eftir 4-1 sigur á Real Betis í Evrópudeildinni á fimmtudag en síðasti deildarleikur, 7-0 tapið gegn Liverpool, var þeim eflaust enn í fersku minni. Southampton sat á botni deildarinnar fyrir leikinn og því um skyldusigur að ræða hjá United. Hinn sjóðandi heiti Marcus Rashford fékk fyrsta marktækifærið þegar Gavin Bazunu varði í tvígang frá honum á með stuttu millibili. Bruno Fernandes átti síðan skot yfir markið eftir skyndisókn og skömmu síðar fékk Carlos Alcaraz ágætt færi en Raphael Varane komst fyrir skot hans. Á 32. mínútu fékk Brasilíumaðurinn Casemiro rautt spjald fyrir tæklingu á Alcaraz. Casemiro var örlítið óheppinn því sóli hans fór af boltanum og síðan framan á legg Alcaraz en Anthony Taylor dómari kíkti í myndavélarnar og virtist ekki í neinum vafa um að rautt spjald væri réttur dómur. Casemiro had never received a straight red card in his career before joining Man Utd. He now has two in his last three Premier League games pic.twitter.com/XZ3cPqggG6— B/R Football (@brfootball) March 12, 2023 Þetta er annað rauða spjaldið hjá Casemiro á stuttum tíma og hann er á leiðinni í fjögurra leikja bann. Undir lok fyrri hálfleiks vildu leikmenn United síðan fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Armel Bella-Kotchap í teignum en Taylor dæmdi ekki. Staðan í hálfleik 0-0. United sótti til sigurs í síðari hálfleik og leikurinn var frekar opinn. James Ward Prowse skaut í þverslána úr aukaspyrnu og þá varði David De Gea vel þegar Theo Walcott komst í gegn. United fékk líka sín tækifæri og Bruno Fernandes skaut í stöngina en Bazunu var í boltanum. Mínútu síðar skaut svo Kyle Walker-Peters í stöngina hinu megin og í raun ótrúlegt að ekkert mark væri komið í leikinn. Allt kom fyrir ekki og hvorugu liðinu tókst að skora. Lokatölur 0-0 og United er nú í þriðja sæti, ellefu stigum á eftir Manchester City og tveimur stigum á undan Tottenham í fjórða sætinu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti