Lét allt og alla hjá Tottenham heyra það eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 23:30 Antonio Conte eftir leik dagsins. Andrew Matthews/Getty Images Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum. Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira