Tala látinna í Ekvador fer hækkandi: Hlupu skelfingu lostin út á götu Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 00:15 Jarðskjálfti að stærð 6,8 skók Ekvador í dag. Að minnsta kosti þrettán létu lífið í skjálftanum. AP/Jorge Sanchez Tala látinna vegna jarðskjálftans sem skók Ekvador og norðurhluta Perú í dag fer hækkandi. Þrettán hafa látið lífið og fleiri einstaklingar eru særðir. Fjölmargar byggingar skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt AP eru staðfest andlát vegna skjálftans nú þrettán talsins. Tólf létu lífið í Ekvador og einn í Perú. Sú sem lést í Perú er fjögurra ára gömul stelpa sem lést vegna höfuðáverka sem hún fékk er heimili hennar hrundi. Stelpan átti heima á Tumbes svæðinu en svæðið eru við landamæri Perú og Ekvador. Þá hefur verið greint frá því að einn einstaklingur hafi látist í Ekvador er veggur hrundi á bíl hans. Einnig hefur komið fram að þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Vottar aðstandendum samúð sína Guillermo Lasso, forseti Ekvador, vottar aðstandendum þeirra sem létu lífið samúð sína í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Lasso segir í yfirlýsingunni að yfirvöld séu að vinna hörðum höndum að því að laga skemmdirnar sem urðu vegna skjálftans, nóg sé til af fjármunum til að fara strax í þá vinnu. Las familias ecuatorianas no están solas. El Gobierno Nacional está siempre para brindarles todo su apoyo y contingente. pic.twitter.com/0clIE7Wjbf— Guillermo Lasso (@LassoGuillermo) March 18, 2023 Ljóst er að fjölmörg mannvirki skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt Reuters urðu skemmdir meðal annars á heimilum fólks, skólum og sjúkrahúsum. Einhverjar skemmdir urðu á Santa Rosa flugvellinum í borginni Machala en ekki þurfti að stöðva starfsemi þar. Hlupu út á götu Íbúar í Ekvador sem fjölmiðlar hafa rætt við í kjölfar skjálftans lýsa mikilli skelfingu sem greip um sig er skjálftinn reið yfir. „Við hlupum öll út á götu, við vorum mjög hrædd,“ er haft eftir Ernesto Alvarado, íbúa á eyjunni Puná, í frétt Reuters en upptök jarðskjálftans voru í grennd við eyjuna. Magaly Escandon, sem rekur fyrirtæki í ekvadorsku borginni Cuenca, segir svipaða sögu í samtali við AFP: „Ég hljóp út á götu því ég sá fólk sem var skelfingu lostið koma sér út úr bílnum sínum og hlaupa.“ Ekvador Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Samkvæmt AP eru staðfest andlát vegna skjálftans nú þrettán talsins. Tólf létu lífið í Ekvador og einn í Perú. Sú sem lést í Perú er fjögurra ára gömul stelpa sem lést vegna höfuðáverka sem hún fékk er heimili hennar hrundi. Stelpan átti heima á Tumbes svæðinu en svæðið eru við landamæri Perú og Ekvador. Þá hefur verið greint frá því að einn einstaklingur hafi látist í Ekvador er veggur hrundi á bíl hans. Einnig hefur komið fram að þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Vottar aðstandendum samúð sína Guillermo Lasso, forseti Ekvador, vottar aðstandendum þeirra sem létu lífið samúð sína í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í kvöld. Lasso segir í yfirlýsingunni að yfirvöld séu að vinna hörðum höndum að því að laga skemmdirnar sem urðu vegna skjálftans, nóg sé til af fjármunum til að fara strax í þá vinnu. Las familias ecuatorianas no están solas. El Gobierno Nacional está siempre para brindarles todo su apoyo y contingente. pic.twitter.com/0clIE7Wjbf— Guillermo Lasso (@LassoGuillermo) March 18, 2023 Ljóst er að fjölmörg mannvirki skemmdust í skjálftanum. Samkvæmt Reuters urðu skemmdir meðal annars á heimilum fólks, skólum og sjúkrahúsum. Einhverjar skemmdir urðu á Santa Rosa flugvellinum í borginni Machala en ekki þurfti að stöðva starfsemi þar. Hlupu út á götu Íbúar í Ekvador sem fjölmiðlar hafa rætt við í kjölfar skjálftans lýsa mikilli skelfingu sem greip um sig er skjálftinn reið yfir. „Við hlupum öll út á götu, við vorum mjög hrædd,“ er haft eftir Ernesto Alvarado, íbúa á eyjunni Puná, í frétt Reuters en upptök jarðskjálftans voru í grennd við eyjuna. Magaly Escandon, sem rekur fyrirtæki í ekvadorsku borginni Cuenca, segir svipaða sögu í samtali við AFP: „Ég hljóp út á götu því ég sá fólk sem var skelfingu lostið koma sér út úr bílnum sínum og hlaupa.“
Ekvador Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira