Fyrirliðinn fyrrverandi segir leikmenn Man Utd þurfa spark í afturendann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 10:31 Casemiro og Roy Keane þegar sá fyrrnefndi var tilkynntur sem leikmaður félagsins. Casemiro lék ekki gegn Fulham þar sem hann er í leikbanni. Ash Donelon/Getty Images Þrátt fyrir 3-1 sigur Manchester United á Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar á sunnudag segir fyrirliðinn fyrrverandi Roy Keane að leikmenn liðsins þurfi spark í afturendann. Man United vann heldur dramatískan sigur í 8-liða úrslitum þar sem liðið var marki undir þangað til það fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Í sömu andrá var tveimur leikmönnum Fulham vikið af velli sem og þjálfara liðsins. Roy Keane vann nærri allt sem hægt var að vinna með félaginu er hann var fyrirliði þess í kringum aldamót. Í dag er hann sparkspekingur og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ég hef misst smá trúnna á því að horfa á Man United núna að undanförnu. Fyrir einum til tveimur mánuðum fannst mér leikmennirnir vera klárir í það sem koma skildi en í undanförnum leikjum hef ég séð gamla slæma ávana,“ sagði Keane eftir leikinn á Old Trafford í gær, sunnudag. „Það er allt í lagi að spila augnablikið endrum og eins en núna finnst mér eins og það sé í erfðaefni [e. DNA] þeirra. Þeir hafa leyft gömlum, slæmum, ávönum að koma aftur.“ „Aðalatriðið í leikjum sem þessum er að komast áfram í næstu umferð. Ég held samt að Erik Ten Hag [þjálfari Man United] sé mjög svekktur með það sem hann sá. Auðvitað skemmdu leikmenn Fulham fyrir sjálfum sér en leikmenn Man Utd voru ótrúlega slakir. Stundum er betra að vera heppinn en góður, þeir hafa fundið leiðir í síðustu leikjum en Fulham var sinn versti óvinur í dag.“ „Þeir [leikmenn Man Utd] mættu til leiks og töldu sig þegar hafa unnið leikinn því þeir eru með hágæða leikmenn. Ef þeir mæta með sama hugarfar í undanúrslitin þá mun Brighton & Hove Albion vinna þá.“ „Þeir þurfa spark í afturendann,“ sagði Keane að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Man United vann heldur dramatískan sigur í 8-liða úrslitum þar sem liðið var marki undir þangað til það fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Í sömu andrá var tveimur leikmönnum Fulham vikið af velli sem og þjálfara liðsins. Roy Keane vann nærri allt sem hægt var að vinna með félaginu er hann var fyrirliði þess í kringum aldamót. Í dag er hann sparkspekingur og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ég hef misst smá trúnna á því að horfa á Man United núna að undanförnu. Fyrir einum til tveimur mánuðum fannst mér leikmennirnir vera klárir í það sem koma skildi en í undanförnum leikjum hef ég séð gamla slæma ávana,“ sagði Keane eftir leikinn á Old Trafford í gær, sunnudag. „Það er allt í lagi að spila augnablikið endrum og eins en núna finnst mér eins og það sé í erfðaefni [e. DNA] þeirra. Þeir hafa leyft gömlum, slæmum, ávönum að koma aftur.“ „Aðalatriðið í leikjum sem þessum er að komast áfram í næstu umferð. Ég held samt að Erik Ten Hag [þjálfari Man United] sé mjög svekktur með það sem hann sá. Auðvitað skemmdu leikmenn Fulham fyrir sjálfum sér en leikmenn Man Utd voru ótrúlega slakir. Stundum er betra að vera heppinn en góður, þeir hafa fundið leiðir í síðustu leikjum en Fulham var sinn versti óvinur í dag.“ „Þeir [leikmenn Man Utd] mættu til leiks og töldu sig þegar hafa unnið leikinn því þeir eru með hágæða leikmenn. Ef þeir mæta með sama hugarfar í undanúrslitin þá mun Brighton & Hove Albion vinna þá.“ „Þeir þurfa spark í afturendann,“ sagði Keane að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira