Vaktmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að meiðslin hafi ekki verið alvarleg.
„Það var aðili sem slasaðist á ökkla og gat ekki gengið, klárað göngutúrinn þannig að við þurftum að fara á sexhjóli og sækja hann.“

Björgunarsveitir hafi þess vegna verið fengnar til aðstoðar, enda slasaðist göngumaðurinn nokkuð uppi í fjalli.
Gott veður hefur verið í dag en klaki og því reglulega erfitt yfirferðar. Þyrla landhelgisgæslunnar hefur þrívegis verið kölluð út í dag, sem telst óvenjumikið.