Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2023 22:32 Védís Einarsdóttir segir börn bíða alltof lengi eftir að fá greiningu. Hún óttast að þegar loksins komi að syni hennar verði það of seint. Vísir/Arnar Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. Haustið 2021 byrjaði sonur Védísar Einarsdóttur í 1. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en þau mæðginin voru þá nýflutt frá Noregi. Á meðan þau bjuggu í Noregi fékk hann ADHD greiningu. „Ég byrjaði að leita mér fyrst aðstoðar í Noregi. Það var í raun og veru bæði ég og leikskólinn sem höfðu grun um að það væri eitthvað. Hann átti bara erfitt félagslega og byrjaði seint að tala,“ segir Védís. Fljótlega eftir að skólaganga hans hófst á Íslandi vaknaði grunur um að sonur hennar væri með einhverfu. Í febrúar 2022 lauk skólasálfræðingur frumgreiningu og í framhaldinu var beiðni send til Geðheilsumiðstöðvar barna og óskað eftir greiningu. „Það er beðið um forgang. Mér var sagt að það væri átján til til tuttugu mánaða bið.“ Hrökklaðist úr fótboltanum vegna stuðningsleysis Védís segir skólann hafa reynst þeim gríðarlega vel en engu að síður þurfi einhverfugreininguna til að þau eigi rétt á ákveðnum stuðningi og skólinn fjármagni. Védís segir skort á stuðning meðal annars hafa orðið til þess að sonur hennar gat ekki æft fótbolta með bekkjarfélögunum. „Hann hrökklaðist nú út úr fótboltanum. Hann var beðinn um að fá endurgreiðslu því það var bara of erfitt að hafa hann og mér finnst það líka alveg ótrúlega sorglegt.“ Biðin hefur því reynt á þau mæðginin og nú í febrúar þegar liðið var ár frá því að óskað var eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni ákvað hún að hafa samband og athuga hvort ekki væri farið að styttast í að þau kæmust að. „Spyr hvenær þau eigi von á því að hann komist inn og þá er mér tjáð það að það er búið að lengja biðtímann. Núna eru tvö ár í viðbót sem ég þarf að bíða eftir að hann fái greininguna til þess að hann eigi rétt á stuðningnum frá einhverfudeildinni.“ „Það er enginn sem talar saman“ Hann mun því þurfa að bíða í þrjú ár í heildina eftir greiningu ef ekkert breytist. Við þetta er hún ósátt. „Við eigum ekki að þurfa bíða í tvö eða þrjú ár til þess að barn fái greiningu, til þess að það fái aðstoð.“ Þá finnst henni að kerfið eigi að vera þannig uppbyggt að ekki þurfi bíða eftir greiningu til að fá fulla aðstoð. „Það þarf ekki að vera komin einhver endanlega greining til þess að þau fái aðstoðina. Þú sérð barnið. Þú sérð að barnið er að glíma við eitthvað þá hljótum við að geta aðstoðað þau.“ Hún finnur mikinn mun á þjónustunni sem hún fékk í Noregi og hér á landi og finnst skorta að samþættingu. „Það er enginn sem talar saman. Þannig að þú ert að fá mismunandi ráð og mismunandi aðstoð og ADHD greiningin er oft komin á undan hjá þessum börnum. Þannig að það er bara poppað í þau endalaust af lyfjum, geðlyfjum, ADHD lyfjum, geðrofslyfjum, þunglyndis- og geðrofslyfjum. Það er bara til þess að plástra vandamálið. Því að vandamálið er miklu meira en bara þetta. Vandamálið er það að við erum hérna með viðkvæman hóp sem að þarf snemmtæka íhlutun, þarf aðstoð núna, af því að þetta á eftir að verða miklu stærra og meira vandamál ekki bara fyrir börnin og fjölskyldurnar heldur fyrir allt kerfið.“ Margir að bugast undan álaginu Védís segir að það sé mjög mikilvægt sé að börn sem þurfa á aðstoð að halda fái hana sem fyrst. „Við viljum að þessi börn fái og ég ætla að segja við, af því ég ætla að tala fyrir foreldra barna, aðstoðina núna þannig að hægt sé að fyrirbyggja meiri vandamál seinna sem að mun bara kosta kerfið miklu meira og ég spyr bara hver ætlar að bera ábyrgðina. Hver er það sem ber ábyrgðina á því að það eru endalausir biðlistar.“ Þá segir hún að það valdi áhyggjum hversu löng bið er fram undan hjá þeim mæðginum. „Ég hef bara áhyggjur af þessu félagslega. Ég hef áhyggjur af því að kröfurnar sem að eru í kringum hann eru of miklar. Ég hef bara áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint, og það verði of seint. Að það verði of mikið sem þarf að laga þegar hann er svo loksins kominn með greininguna. Vandamálin verða bara meiri og meiri því stærri sem börnin verða. Það eru miklar áhyggjur og ég veit að foreldrar í dag margir hverjir eru að bara að bugast undan álaginu af því að vera með börn sem að þurfa meira, meiri umönnun og meiri eftirfylgd.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Haustið 2021 byrjaði sonur Védísar Einarsdóttur í 1. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en þau mæðginin voru þá nýflutt frá Noregi. Á meðan þau bjuggu í Noregi fékk hann ADHD greiningu. „Ég byrjaði að leita mér fyrst aðstoðar í Noregi. Það var í raun og veru bæði ég og leikskólinn sem höfðu grun um að það væri eitthvað. Hann átti bara erfitt félagslega og byrjaði seint að tala,“ segir Védís. Fljótlega eftir að skólaganga hans hófst á Íslandi vaknaði grunur um að sonur hennar væri með einhverfu. Í febrúar 2022 lauk skólasálfræðingur frumgreiningu og í framhaldinu var beiðni send til Geðheilsumiðstöðvar barna og óskað eftir greiningu. „Það er beðið um forgang. Mér var sagt að það væri átján til til tuttugu mánaða bið.“ Hrökklaðist úr fótboltanum vegna stuðningsleysis Védís segir skólann hafa reynst þeim gríðarlega vel en engu að síður þurfi einhverfugreininguna til að þau eigi rétt á ákveðnum stuðningi og skólinn fjármagni. Védís segir skort á stuðning meðal annars hafa orðið til þess að sonur hennar gat ekki æft fótbolta með bekkjarfélögunum. „Hann hrökklaðist nú út úr fótboltanum. Hann var beðinn um að fá endurgreiðslu því það var bara of erfitt að hafa hann og mér finnst það líka alveg ótrúlega sorglegt.“ Biðin hefur því reynt á þau mæðginin og nú í febrúar þegar liðið var ár frá því að óskað var eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni ákvað hún að hafa samband og athuga hvort ekki væri farið að styttast í að þau kæmust að. „Spyr hvenær þau eigi von á því að hann komist inn og þá er mér tjáð það að það er búið að lengja biðtímann. Núna eru tvö ár í viðbót sem ég þarf að bíða eftir að hann fái greininguna til þess að hann eigi rétt á stuðningnum frá einhverfudeildinni.“ „Það er enginn sem talar saman“ Hann mun því þurfa að bíða í þrjú ár í heildina eftir greiningu ef ekkert breytist. Við þetta er hún ósátt. „Við eigum ekki að þurfa bíða í tvö eða þrjú ár til þess að barn fái greiningu, til þess að það fái aðstoð.“ Þá finnst henni að kerfið eigi að vera þannig uppbyggt að ekki þurfi bíða eftir greiningu til að fá fulla aðstoð. „Það þarf ekki að vera komin einhver endanlega greining til þess að þau fái aðstoðina. Þú sérð barnið. Þú sérð að barnið er að glíma við eitthvað þá hljótum við að geta aðstoðað þau.“ Hún finnur mikinn mun á þjónustunni sem hún fékk í Noregi og hér á landi og finnst skorta að samþættingu. „Það er enginn sem talar saman. Þannig að þú ert að fá mismunandi ráð og mismunandi aðstoð og ADHD greiningin er oft komin á undan hjá þessum börnum. Þannig að það er bara poppað í þau endalaust af lyfjum, geðlyfjum, ADHD lyfjum, geðrofslyfjum, þunglyndis- og geðrofslyfjum. Það er bara til þess að plástra vandamálið. Því að vandamálið er miklu meira en bara þetta. Vandamálið er það að við erum hérna með viðkvæman hóp sem að þarf snemmtæka íhlutun, þarf aðstoð núna, af því að þetta á eftir að verða miklu stærra og meira vandamál ekki bara fyrir börnin og fjölskyldurnar heldur fyrir allt kerfið.“ Margir að bugast undan álaginu Védís segir að það sé mjög mikilvægt sé að börn sem þurfa á aðstoð að halda fái hana sem fyrst. „Við viljum að þessi börn fái og ég ætla að segja við, af því ég ætla að tala fyrir foreldra barna, aðstoðina núna þannig að hægt sé að fyrirbyggja meiri vandamál seinna sem að mun bara kosta kerfið miklu meira og ég spyr bara hver ætlar að bera ábyrgðina. Hver er það sem ber ábyrgðina á því að það eru endalausir biðlistar.“ Þá segir hún að það valdi áhyggjum hversu löng bið er fram undan hjá þeim mæðginum. „Ég hef bara áhyggjur af þessu félagslega. Ég hef áhyggjur af því að kröfurnar sem að eru í kringum hann eru of miklar. Ég hef bara áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint, og það verði of seint. Að það verði of mikið sem þarf að laga þegar hann er svo loksins kominn með greininguna. Vandamálin verða bara meiri og meiri því stærri sem börnin verða. Það eru miklar áhyggjur og ég veit að foreldrar í dag margir hverjir eru að bara að bugast undan álaginu af því að vera með börn sem að þurfa meira, meiri umönnun og meiri eftirfylgd.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira