„Gaur, hættu að hrósa mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson lyftir hér Íslandsmestaraskildinum eftir að Blikar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir það raunhæft markmið að íslenskt lið komist í riðlakeppni á Evrópumótunum í knattspyrnu. Óskar Hrafn ræddi drauma um að komast langt í Evrópu við Guðjón Guðmundsson. Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira