Sjá báðir eftir hegðun sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:31 Aleksandar Mitrovic missti algjörlega stjórn á sig og ýtti Chris Kavanagh. Getty/Matthew Ashton Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. Fulham tapaði leiknum 3-1 og datt úr leik í bikarnum en var 1-0 yfir þegar þeir Silva og Mitrovic fengu rautt spjald fyrir að mótmæla vítadómi. Kavanagh hafði verið kallaður í Varsjána af myndbandadómurum leiksins og komst að því að Willian hefði varið skot United-leikmanns með hendi. Willian fékk því rautt spjald og United víti. I was wrong : Fulham s Aleksandar Mitrovic apologises for shoving referee https://t.co/lMeAqTF31N— The Guardian (@guardian) March 29, 2023 Marco Silva hraunaði yfir dómarann og fékk rautt spjald en Aleksandar Mitrovic gekk svo langt að hann ýtti dómaranum sem svaraði strax með því að lyfta rauða spjaldinu. „Ég hefði átt að stjórn tilfinningum mínum betur,“ sagði Marco Silva. „Ég sé eftir því sem gerðist og ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar. Hann veit að ég ber virðingu fyrir honum og hans störfum,“ sagði Silva. „Því miður vorum við ekki sammála á þessum degi en ég geri mér grein fyrir því að hann er einn af bestu dómurum landsins og ég veit að þegar við hittumst aftur þá munum við bera virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði Silva. Hinn 28 ára gamli Mitrovic er í mun verri málum og gæti fengið langt bann. Mitrovic sagðist hafa fengið góðan tíma til að hugsa um hegðun sína þegar hann var í burtu með serbneska landsliðinu. „Ég sé eftir því hvernig ég hegðaði mér. Ég lét pirringinn minn hlaupa með mig í gönur,“ sagði Aleksandar Mitrovic. „Ég var að reyna að ná athygli dómarans en ég geri mér grein fyrir því að ég átti aldrei að leggja hendur á hann. Ég skil því af hverju hann sýndi mér rauða spjaldið. Þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt hjá Fulham og það fyrsta sem ég fær frá 2015-16 tímabilinu,“ sagði Mitrovic. „Ég sætti mig við þriggja leikja bannið fyrir rauða spjaldið. Ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar,“ sagði Mitrovic. BREAKING: Aleksandar Mitrovic and Marco Silva have both apologised to referee Chris Kavanagh for their behaviour during Fulham's FA Cup defeat to Manchester United.pic.twitter.com/bCkDbspgxM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2023 Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Fulham tapaði leiknum 3-1 og datt úr leik í bikarnum en var 1-0 yfir þegar þeir Silva og Mitrovic fengu rautt spjald fyrir að mótmæla vítadómi. Kavanagh hafði verið kallaður í Varsjána af myndbandadómurum leiksins og komst að því að Willian hefði varið skot United-leikmanns með hendi. Willian fékk því rautt spjald og United víti. I was wrong : Fulham s Aleksandar Mitrovic apologises for shoving referee https://t.co/lMeAqTF31N— The Guardian (@guardian) March 29, 2023 Marco Silva hraunaði yfir dómarann og fékk rautt spjald en Aleksandar Mitrovic gekk svo langt að hann ýtti dómaranum sem svaraði strax með því að lyfta rauða spjaldinu. „Ég hefði átt að stjórn tilfinningum mínum betur,“ sagði Marco Silva. „Ég sé eftir því sem gerðist og ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar. Hann veit að ég ber virðingu fyrir honum og hans störfum,“ sagði Silva. „Því miður vorum við ekki sammála á þessum degi en ég geri mér grein fyrir því að hann er einn af bestu dómurum landsins og ég veit að þegar við hittumst aftur þá munum við bera virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði Silva. Hinn 28 ára gamli Mitrovic er í mun verri málum og gæti fengið langt bann. Mitrovic sagðist hafa fengið góðan tíma til að hugsa um hegðun sína þegar hann var í burtu með serbneska landsliðinu. „Ég sé eftir því hvernig ég hegðaði mér. Ég lét pirringinn minn hlaupa með mig í gönur,“ sagði Aleksandar Mitrovic. „Ég var að reyna að ná athygli dómarans en ég geri mér grein fyrir því að ég átti aldrei að leggja hendur á hann. Ég skil því af hverju hann sýndi mér rauða spjaldið. Þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt hjá Fulham og það fyrsta sem ég fær frá 2015-16 tímabilinu,“ sagði Mitrovic. „Ég sætti mig við þriggja leikja bannið fyrir rauða spjaldið. Ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar,“ sagði Mitrovic. BREAKING: Aleksandar Mitrovic and Marco Silva have both apologised to referee Chris Kavanagh for their behaviour during Fulham's FA Cup defeat to Manchester United.pic.twitter.com/bCkDbspgxM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2023
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira