Dæmdur fyrir að nauðga konu með þroskahömlun í tvígang Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 10:32 Brotin voru framin í byrjun júní 2021 að því er fram kemur í dómnum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa í tvígang nauðgað konu sem er með þroskahömlun í júní 2021. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart konunni og hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Í fyrra tilvikinu hafi maðurinn hafi lagst við hlið konunnar þar sem hún hafi sofið í svefnherbergi íbúðar, káfað á kynfærum hennar innanklæða, stungið fingri í leggöng og látið hana snerta á honum kynfærin utanklæða. Í seinna tilvikinu hafi hann svo sest við hlið konunnar í sófa íbúðarinnar og stungið fingrum í leggöng hennar. Ekki allt með felldu Fram kemur að forstöðumaður heimilis, þar sem konan býr, hafi fáeinum dögum eftir að brotin voru framin fengið upplýsingar frá starfsmanni um að ekki væri allt með felldu hjá konunni og í kjölfarið farið með hana á neyðarmóttöku Landspítala. Þar hafi konan lýst því að maðurinn, sem býr í sama húsi og er vinur kærasta hennar, hafi brotið á henni þar sem hún hafi verið í rúmi kærasta síns áður en hann sofnaði áfengisdauða. Daginn eftir hafi hann svo aftur brotið á henni þar sem þau sátu í sófa að horfa á kvikmynd, á meðan kærasti konunnar lá á gólfinu. Neitaði sök en man ekki öll atriði Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst hvorki hafa viðhaft kynferðislegt áreiti gagnvart konunni né nauðgað henni. Hann hafi þó verið mjög ölvaður á þessum tímapunkti og ekki munað öll atriði. Dómari taldi framburð mannsins alls ekki vera skýran og í talsverðu ósamræmi við fyrri skýrslu sem hann hafi gefið hjá lögreglu. Kærasti konunnar lýsti því fyrir dómi að hann hafi fengið símtal frá henni um kvöldið þar sem hún hafi verið hágrátandi og sagt honum að maðurinn hefði misnotað sig. Trúverðugur framburður konunnar Dómari taldi það vafalaust að kynferðisleg samskipti hafi átt sér stað milli mannsins og konunnar og að virtum framburði konunnar, sem og öðrum sem komu fyrir dóm, sé einnig vafalaust að konan hafi upplifað sjálf að maðurinn hafi brotið gegn henni. Framburður hennar hafi verið trúverðugur. Þá sé ljóst að manninum hafi verið ljóst að konan hafi átt við andlega annmarka að stríða og ekki verið fær um að veita samþykki fyrir þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Notfærði sér andlega fötlun konunnar Með hliðsjón af gögnum málsins þykir ljóst að maðurinn hafi tvívegis gerst sekur um að hafa nauðgað konunni samkvæmt skilningi laga með því að notfæra sér andlega fötlun hennar til þess að hafa við hana kynferðismök. Einnig þykir sannað að brotaþoli hafi ekki getað skilið þýðingu verknaðarins eða spornað við honum. Hæfileg refsing var metin tveggja ára og átta mánaða fangelsi, en maðurinn hefur frá árinu 2019 hlotið tvo dóma fyrir húsbrot og brot gegn nálgunarbanni og svo eignarspjöll og húsbrot. „Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir eru alvarleg brot og beindust gegn andlega fatlaðri konu. Með broti sínu misnotaði ákærði sér þroskahömlun hennar á afar grófan hátt. Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur en farið var fram á greiðslu fimm milljóna króna. Maðurinn þarf jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda og skipaðs réttargæslumanns konunnar og sakarkostnað, samtals um 3,7 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart konunni og hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Í fyrra tilvikinu hafi maðurinn hafi lagst við hlið konunnar þar sem hún hafi sofið í svefnherbergi íbúðar, káfað á kynfærum hennar innanklæða, stungið fingri í leggöng og látið hana snerta á honum kynfærin utanklæða. Í seinna tilvikinu hafi hann svo sest við hlið konunnar í sófa íbúðarinnar og stungið fingrum í leggöng hennar. Ekki allt með felldu Fram kemur að forstöðumaður heimilis, þar sem konan býr, hafi fáeinum dögum eftir að brotin voru framin fengið upplýsingar frá starfsmanni um að ekki væri allt með felldu hjá konunni og í kjölfarið farið með hana á neyðarmóttöku Landspítala. Þar hafi konan lýst því að maðurinn, sem býr í sama húsi og er vinur kærasta hennar, hafi brotið á henni þar sem hún hafi verið í rúmi kærasta síns áður en hann sofnaði áfengisdauða. Daginn eftir hafi hann svo aftur brotið á henni þar sem þau sátu í sófa að horfa á kvikmynd, á meðan kærasti konunnar lá á gólfinu. Neitaði sök en man ekki öll atriði Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst hvorki hafa viðhaft kynferðislegt áreiti gagnvart konunni né nauðgað henni. Hann hafi þó verið mjög ölvaður á þessum tímapunkti og ekki munað öll atriði. Dómari taldi framburð mannsins alls ekki vera skýran og í talsverðu ósamræmi við fyrri skýrslu sem hann hafi gefið hjá lögreglu. Kærasti konunnar lýsti því fyrir dómi að hann hafi fengið símtal frá henni um kvöldið þar sem hún hafi verið hágrátandi og sagt honum að maðurinn hefði misnotað sig. Trúverðugur framburður konunnar Dómari taldi það vafalaust að kynferðisleg samskipti hafi átt sér stað milli mannsins og konunnar og að virtum framburði konunnar, sem og öðrum sem komu fyrir dóm, sé einnig vafalaust að konan hafi upplifað sjálf að maðurinn hafi brotið gegn henni. Framburður hennar hafi verið trúverðugur. Þá sé ljóst að manninum hafi verið ljóst að konan hafi átt við andlega annmarka að stríða og ekki verið fær um að veita samþykki fyrir þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru. Notfærði sér andlega fötlun konunnar Með hliðsjón af gögnum málsins þykir ljóst að maðurinn hafi tvívegis gerst sekur um að hafa nauðgað konunni samkvæmt skilningi laga með því að notfæra sér andlega fötlun hennar til þess að hafa við hana kynferðismök. Einnig þykir sannað að brotaþoli hafi ekki getað skilið þýðingu verknaðarins eða spornað við honum. Hæfileg refsing var metin tveggja ára og átta mánaða fangelsi, en maðurinn hefur frá árinu 2019 hlotið tvo dóma fyrir húsbrot og brot gegn nálgunarbanni og svo eignarspjöll og húsbrot. „Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir eru alvarleg brot og beindust gegn andlega fatlaðri konu. Með broti sínu misnotaði ákærði sér þroskahömlun hennar á afar grófan hátt. Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur en farið var fram á greiðslu fimm milljóna króna. Maðurinn þarf jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda og skipaðs réttargæslumanns konunnar og sakarkostnað, samtals um 3,7 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira