Fylgist með þessum í Bestu deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2023 09:01 Leikmenn sem gætu slegið í gegn í sumar. Rúm vika er þar til keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný. En hvaða leikmönnum ætti fólk að fylgjast sérstaklega með í sumar? Vísir fer yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að hafa auga með. Stefán Ingi Sigurðarson, Breiðablik Lék sem lánsmaður með HK á síðasta tímabili og skoraði þá sextán mörk í fimmtán leikjum í deild og bikar. Sneri aftur til Breiðabliks í vetur, hefur leikið vel með Íslandsmeisturunum og virðist vera búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið þeirra. Stefán er hávaxinn og hraustur, sterkur í loftinu, með góðan vinstri fót og óhemju duglegur. Ólafur Kristófer Helgason, Fylkir Fékk smjörþefinn af efstu deild þegar Fylkir féll 2021. Var svo aðalmarkvörður liðsins þegar það vann Lengjudeildina á síðasta tímabili. Ólafur fékk þá aðeins 23 mörk á sig í 22 leikjum. Fylkismenn treysta áfram á Ólaf og hann verður yngsti aðalmarkvörður liðs í Bestu deildinni í sumar. Afar spennandi verður að sjá hvernig hann spjarar sig. Lúkas Logi Heimisson, Valur Einn fjögurra ungra leikmanna sem Valur fékk fyrir tímabilið. Kom á endanum frá Fjölni eftir að hafa farið í verkfall til að knýja félagaskiptin í gegn. Lúkas spilaði sex leiki með Fjölni í efstu deild 2020 og hefur undanfarin tvö ár spilað 31 leik í Lengjudeildinni og skorað níu mörk. Hefur fengið mikið að spila með Val á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarleik liðsins í sumar. Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR Er af einni af mestu íslensku fótboltaaðalsættinni. Sonur Bjarna Guðjónssonar, barnabarn Guðjóns Þórðarsonar, frændi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og þar fram eftir götunum. Jóhannes lék einn leik með KR í efstu deild 2020 en fór svo til Norrköping í Svíþjóð eins og svo margir Íslendingar. Hann lék einn leik fyrir aðallið Norrköping en sneri heim í vetur og skrifaði undir þriggja ára samning við KR. Þessi átján ára miðjumaður ætti að fá helling að spila fyrir KR-inga í sumar. Marciano Aziz, HK Aziz tók Lengjudeildina í nefið á síðasta tímabili og skoraði þá tíu mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Aftureldingu. Frammistaða hans vakti athygli félaga ofar í fótboltafæðukeðjunni en HK tryggði sér þjónustu Belgans. Þessi gríðarlega leikni og skemmtilegi miðjumaður hefur ekki farið af stað með neinum látum í hvítu og rauðu treyjunni en HK treystir á að hann sýni sínar bestu hliðar þegar út í alvöruna í sumar verður komið. Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir Hefur spilað og skorað í öllum deildum á Íslandi nema þeirri efstu. Skoraði grimmt fyrir Elliða í 3. deildinni 2021 og hélt svo uppteknum hætti með Fylki í Lengjudeildinni í fyrra. Benedikt skoraði þá fjórtán mörk í 22 leikjum. Hann gerði fimm mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Fylki í Lengjubikarnum og er, eftir að Mathias Laursen heltist úr lestinni, mikilvægasti sóknarmaður Fylkis og mikið mun mæða á honum í sumar. Filip Valencic, ÍBV Öfugt við aðra leikmenn á þessum lista er Valencic ekki ungur og efnilegur. Þvert á móti. Þetta er fullorðinn karlmaður á fertugsaldri með nokkuð tilkomumikla ferilskrá. Bestu árin sín átti Valencic í Finnlandi. Hann varð þrisvar sinnum meistari þar í landi, tvisvar sinnum valinn besti leikmaður finnsku úrvalsdeildarinnar og var einu sinni markakóngur hennar. Valencic hefur spilað vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu og lofar mjög góðu. Kjartan Kári Halldórsson, FH Var frábær með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Skoraði sautján mörk og var markakóngur deildarinnar. Kjartan var seldur til Haugesund í Noregi eftir tímabilið. Hann var síðan lánaður til FH út tímabilið. Steig sín fyrstu skref í efstu deild með Gróttu 2020 en fær núna heilt tímabili í Bestu deildinni. Verður að öllum líkindum í byrjunarliði FH og þarf að skila sínu fyrir Fimleikafélagið. Hlynur Freyr Karlsson, Valur Einn af Ítalíuförunum. Gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki haustið 2020. Leiðin lá heim í vetur og Hlynur samdi við Val. Hlynur er kraftmikill og fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður, miðvörður og miðjumaður. Er fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM fyrr í vikunni. Pætur Petersen, KA Færeyskur landsliðsmaður sem kom til KA frá HB í vetur. Hefur skorað grimmt í færeysku úrvalsdeildinni undanfarin ár og varð einu sinni færeyskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með HB. Þá spilaði hann með liðinu í Evrópukeppni. Pætur er einn af þeim sem fær það óöfundsverða hlutverk hjá KA að fylla í skarð besta og markahæsta leikmanns Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Nökkva Þeys Þórissonar. Byrjunin lofar allavega góðu því Pætur hefur spilað vel með KA í vetur. Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Stefán Ingi Sigurðarson, Breiðablik Lék sem lánsmaður með HK á síðasta tímabili og skoraði þá sextán mörk í fimmtán leikjum í deild og bikar. Sneri aftur til Breiðabliks í vetur, hefur leikið vel með Íslandsmeisturunum og virðist vera búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið þeirra. Stefán er hávaxinn og hraustur, sterkur í loftinu, með góðan vinstri fót og óhemju duglegur. Ólafur Kristófer Helgason, Fylkir Fékk smjörþefinn af efstu deild þegar Fylkir féll 2021. Var svo aðalmarkvörður liðsins þegar það vann Lengjudeildina á síðasta tímabili. Ólafur fékk þá aðeins 23 mörk á sig í 22 leikjum. Fylkismenn treysta áfram á Ólaf og hann verður yngsti aðalmarkvörður liðs í Bestu deildinni í sumar. Afar spennandi verður að sjá hvernig hann spjarar sig. Lúkas Logi Heimisson, Valur Einn fjögurra ungra leikmanna sem Valur fékk fyrir tímabilið. Kom á endanum frá Fjölni eftir að hafa farið í verkfall til að knýja félagaskiptin í gegn. Lúkas spilaði sex leiki með Fjölni í efstu deild 2020 og hefur undanfarin tvö ár spilað 31 leik í Lengjudeildinni og skorað níu mörk. Hefur fengið mikið að spila með Val á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarleik liðsins í sumar. Jóhannes Kristinn Bjarnason, KR Er af einni af mestu íslensku fótboltaaðalsættinni. Sonur Bjarna Guðjónssonar, barnabarn Guðjóns Þórðarsonar, frændi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og þar fram eftir götunum. Jóhannes lék einn leik með KR í efstu deild 2020 en fór svo til Norrköping í Svíþjóð eins og svo margir Íslendingar. Hann lék einn leik fyrir aðallið Norrköping en sneri heim í vetur og skrifaði undir þriggja ára samning við KR. Þessi átján ára miðjumaður ætti að fá helling að spila fyrir KR-inga í sumar. Marciano Aziz, HK Aziz tók Lengjudeildina í nefið á síðasta tímabili og skoraði þá tíu mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Aftureldingu. Frammistaða hans vakti athygli félaga ofar í fótboltafæðukeðjunni en HK tryggði sér þjónustu Belgans. Þessi gríðarlega leikni og skemmtilegi miðjumaður hefur ekki farið af stað með neinum látum í hvítu og rauðu treyjunni en HK treystir á að hann sýni sínar bestu hliðar þegar út í alvöruna í sumar verður komið. Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir Hefur spilað og skorað í öllum deildum á Íslandi nema þeirri efstu. Skoraði grimmt fyrir Elliða í 3. deildinni 2021 og hélt svo uppteknum hætti með Fylki í Lengjudeildinni í fyrra. Benedikt skoraði þá fjórtán mörk í 22 leikjum. Hann gerði fimm mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Fylki í Lengjubikarnum og er, eftir að Mathias Laursen heltist úr lestinni, mikilvægasti sóknarmaður Fylkis og mikið mun mæða á honum í sumar. Filip Valencic, ÍBV Öfugt við aðra leikmenn á þessum lista er Valencic ekki ungur og efnilegur. Þvert á móti. Þetta er fullorðinn karlmaður á fertugsaldri með nokkuð tilkomumikla ferilskrá. Bestu árin sín átti Valencic í Finnlandi. Hann varð þrisvar sinnum meistari þar í landi, tvisvar sinnum valinn besti leikmaður finnsku úrvalsdeildarinnar og var einu sinni markakóngur hennar. Valencic hefur spilað vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu og lofar mjög góðu. Kjartan Kári Halldórsson, FH Var frábær með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Skoraði sautján mörk og var markakóngur deildarinnar. Kjartan var seldur til Haugesund í Noregi eftir tímabilið. Hann var síðan lánaður til FH út tímabilið. Steig sín fyrstu skref í efstu deild með Gróttu 2020 en fær núna heilt tímabili í Bestu deildinni. Verður að öllum líkindum í byrjunarliði FH og þarf að skila sínu fyrir Fimleikafélagið. Hlynur Freyr Karlsson, Valur Einn af Ítalíuförunum. Gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki haustið 2020. Leiðin lá heim í vetur og Hlynur samdi við Val. Hlynur er kraftmikill og fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður, miðvörður og miðjumaður. Er fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM fyrr í vikunni. Pætur Petersen, KA Færeyskur landsliðsmaður sem kom til KA frá HB í vetur. Hefur skorað grimmt í færeysku úrvalsdeildinni undanfarin ár og varð einu sinni færeyskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með HB. Þá spilaði hann með liðinu í Evrópukeppni. Pætur er einn af þeim sem fær það óöfundsverða hlutverk hjá KA að fylla í skarð besta og markahæsta leikmanns Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Nökkva Þeys Þórissonar. Byrjunin lofar allavega góðu því Pætur hefur spilað vel með KA í vetur.
Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira