Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 15:29 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í viðtali eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi 30. mars 2023. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira