Segir að svona risavika sé einmitt það sem Liverpool liðið þarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 09:30 Mohamed Salah og Andy Robertsson fagna marki hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Næstu átta dagar hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eru eins krefjandi og þeir gerast. Á þessari rúmu viku mætir Liverpool liðið Manchester City, Chelsea og Arsenal í einum rykk. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, fer yfir stöðu mála hjá sínu gamla félagi í pistli á vef breska ríkisútvarpsins. „Þetta verður risavika fyrir Liverpool en það að þeir fá þessi þrjú stóru próf er kannski einmitt það sem liðið þarf á að halda,“ skrifaði Danny Murphy. Man City v Liverpool: Danny Murphy on Jurgen Klopp's big week https://t.co/r8JS4xQdia— BBC Football News (@BBCFoot) March 31, 2023 „Liverpool byrjar á því að spila við Manchester City á laugardaginn og svo taka við leikir við Chelsea og Aresenal á næstu átta dögum. Ég tel að Liverpool verði að vinna að minnsta kosti tvo af þessum þremur leikjum til þess að eiga möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætunum,“ skrifaði Murphy. „Þetta lítur út fyrir óárennilegt verkefni en það gæti komið sumu fólki á óvart að Liverpool hefur ekki bara staðið sig vel í stóru leikjunum í vetur heldur hefur liðið staðið sig best allra,“ skrifaði Murphy. Liverpool hefur náð í fimmtán stigum í sjö leikjum á móti liðum sem teljast til þeirra stóru sex. Það er tveimur stigum meira en Manchester City, Arsenal og Manchester United en Manchester liðin bæði hafa leikið leik meira en Liverpool. „Það var hins vegar ekki sjokkerandi fyrir mig að sjá lið Jürgen Klopp á toppnum á slíkri töflu,“ skrifaði Murphy. „Þetta gæti orðið stórkostleg vika fyrir Liverpool en sama hvað gerist þá mun hún ráða miklu, ekki bara um hvernig tímabilið endar heldur einnig hvað félagið mun gera á markaðnum í sumar,“ skrifaði Murphy. Hann hefur áhyggjur af því að ef Liverpool nær að lauma sér inn í Meistaradeildina á síðustu stundu eins og árið 2021 þá sé möguleiki á því að Klopp fái ekki alvöru pening til að styrkja liðið. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Á þessari rúmu viku mætir Liverpool liðið Manchester City, Chelsea og Arsenal í einum rykk. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, fer yfir stöðu mála hjá sínu gamla félagi í pistli á vef breska ríkisútvarpsins. „Þetta verður risavika fyrir Liverpool en það að þeir fá þessi þrjú stóru próf er kannski einmitt það sem liðið þarf á að halda,“ skrifaði Danny Murphy. Man City v Liverpool: Danny Murphy on Jurgen Klopp's big week https://t.co/r8JS4xQdia— BBC Football News (@BBCFoot) March 31, 2023 „Liverpool byrjar á því að spila við Manchester City á laugardaginn og svo taka við leikir við Chelsea og Aresenal á næstu átta dögum. Ég tel að Liverpool verði að vinna að minnsta kosti tvo af þessum þremur leikjum til þess að eiga möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætunum,“ skrifaði Murphy. „Þetta lítur út fyrir óárennilegt verkefni en það gæti komið sumu fólki á óvart að Liverpool hefur ekki bara staðið sig vel í stóru leikjunum í vetur heldur hefur liðið staðið sig best allra,“ skrifaði Murphy. Liverpool hefur náð í fimmtán stigum í sjö leikjum á móti liðum sem teljast til þeirra stóru sex. Það er tveimur stigum meira en Manchester City, Arsenal og Manchester United en Manchester liðin bæði hafa leikið leik meira en Liverpool. „Það var hins vegar ekki sjokkerandi fyrir mig að sjá lið Jürgen Klopp á toppnum á slíkri töflu,“ skrifaði Murphy. „Þetta gæti orðið stórkostleg vika fyrir Liverpool en sama hvað gerist þá mun hún ráða miklu, ekki bara um hvernig tímabilið endar heldur einnig hvað félagið mun gera á markaðnum í sumar,“ skrifaði Murphy. Hann hefur áhyggjur af því að ef Liverpool nær að lauma sér inn í Meistaradeildina á síðustu stundu eins og árið 2021 þá sé möguleiki á því að Klopp fái ekki alvöru pening til að styrkja liðið. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira