Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 19:26 Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára sögu Fréttablaðsins er þar með lokið en auk þess verður vef blaðsins lokað og sjónvarpsstöðin Hringbraut lögð niður. DV.is verður þó rekinn áfram með 12 starfsmönnum. Það var tómlegt um að litast á skrifstofum Torgs í morgun en fréttastofa kom á staðinn skömmu eftir að starfsmannafundi, þar sem tíðindin voru tilkynnt, lauk. Þeir fáu sem enn voru viðstaddir voru að taka saman dótið sitt, þar á meðal ritstjórinn sem einnig missir vinnuna. „Þetta er sorgardagur fyrir þjóðina, sem hefur haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera.“ Stjórnendur hafi vitað að svona gæti farið eftir að hætt var að bera blaðið út í janúar. „Auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Arnar Og starfsfólk er í sárum. „Fólk var bara í nettu áfalli. Og ég held að við séum bara enn í áfalli yfir þessum tíðindum,“ segir Lovísa Arnardóttir, blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Breytingarnar í janúar hafi sömuleiðis komið illa við starfsfólk. „Þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Starfsfólk vinni saman úr áfallinu - og samverustund á barnum var næst á dagskrá, að sögn Lovísu. Stjórnendur þáttarins Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut tóku forskot á sæluna í morgun, þegar þeir tóku upp hinstu kveðju eftir hinn örlagaríka fund. Ítarlega umfjöllun um þessi erfiðu tímamót íslenskrar fjölmiðlasögu má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir „Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31. mars 2023 17:41
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44