Að sögn Íslenskrar getspár var annar miðinn keyptur hjá N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík en hinn í Lottó-appinu. Sex miðaeigendur voru með bónusvinninginn og fær hver 238.100 krónur. Miðarnir voru keyptir í Olís við Tryggvabraut á Akureyri, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Lottó-appinu, á lotto.is og tveir eru í áskrift.
Þar að auki var einn spilari í áskrift með allar Jókertölurnar réttar - og í réttri röð og fær 2 milljónir króna. Fjórir voru svo með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur, af því er fram kemur á vef Íslenskrar getspár.