„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 13:04 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræddi um skipunina á Karli Gauta Hjaltasyni í Silfrinu á RÚV. Vísir/Jóhann/Vilhelm Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa. Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa.
Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira