Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2023 07:32 Eva sakar Eddu um ritstuld. Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva. MeToo Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Í greininni gengst Eva við því að hafa sent Heimildinni „beiðni“ fyrir hönd Frosta Logasonar um aðgang að textasamskiptum milli hans og fyrrverandi kærustu hans, sem byggt var á í umfjöllun Eddu um samskipti þeirra á milli. Eva ítrekar að um „beiðni“ hafi verið að ræða, ekki „kröfu“, líkt og forsvarsmenn Heimildarinnar, sem hún kallar „grenjuskóður“, hafi haldið fram. Vísar hún þar til viðtals mbl.is við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, annars ritstjóra Heimildarinnar, þar sem Ingibjörg sagði meðal annars: „Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.“ „Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka,“ heldur Eva svo áfram. „Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað.“ Bendir Eva á nokkur dæmi og segir um ritstuld að ræða. Hann sé ekki tilkominn vegna vankunnáttu hvað varðar meðferð heimilda heldur hafi Edda reynt að hylja slóð sína, meðal annars með því að geta ekki fyrirmyndarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn. Hvernig getum við látið ritstuld hljóma sem eitthvað svona alltílæ? Eigum við að kalla þetta höfundaskörun? Ritnám? Heimildaóreiðu? Eða er ritstuldurinn kannski bara stúdentasprell, einhver svona sniðugheit sem eingöngu hinum rétthugsandi líðast, líkt og brandari blaðamannsins um að gera Gunnar Nelson út af örkinni til að afgreiða þá sem gagnrýna hana? Ég leyfi mér að efast um að sú fyndni þætti umberanleg af hálfu einhvers sem ekki tilheyrir feminísku rétttrúnaðarkirkjunni,“ segir Eva.
MeToo Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira