Íslenskur kokkanemi vann Masterchef í Noregi Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 15:58 Róbert Ómarsson stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef - Unge Talenter. Aðsend Róbert Ómarsson, Íslendingur sem búsettur er í Noregi, stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef – Unge Talenter í Noregi. Hann er á þriðja ári í kokkanáminu og starfar sem kokkanemi á Michelin-veitingastað í Osló. „Þetta var geðveikt,“ segir Róbert um keppnina í samtali við blaðamann. Hugmyndin um að keppa í Masterchef kom þegar hann var að taka þátt í skólakeppni í eldamennsku. Á þessari keppni var stödd kona sem var að tala um Masterchef og auglýsa keppnina. Róbert og vinir hans töluðu saman um að skrá sig í keppnina þar sem hún fór fram og var tekin upp á meðan þau voru í sumarfríi í fyrra. Það endaði þó með að Róbert var sá eini í vinahópnum sem tók þátt þar sem hin í hópnum ákváðu að vinna um sumarið. Það reyndist gæfurík ákvörðun því Róbert stóð uppi sem sigurvegari. Hann er í dag átján ára gamall en var sautján ára þegar þáttaröðin var tekin upp í fyrra. Um er að ræða Masterchef keppni fyrir ungmenni. Verðlaunin fyrir að vinna keppnina voru síðan ekki af verri endanum: „Ég vann ferð til Frakklands á Bocuse d‘Or, stærstu kokkakeppni í heimi,“ segir hann. Róbert eldar hér einn af þeim réttum sem komu honum í úrslit Masterchef - Unge Talenter.Aðsend Skemmtilegast að elda fyrir besta unga kokk í heimi Róbert segir að keppnin og allt í kringum hana hafi verið skemmtilegt. Upptökudagarnir hafi verið langir en þegar þeim var lokið hafi hann skemmt sér, til að mynda á hótelinu og ströndinni. Honum fannst skemmtilegast að taka upp níunda þáttinn í þáttaröðinni: „Ég kannaðist við kokkinn sem kom þá, ég held að hann hafi unnið besti ungi kokkur í heiminum. Við gerðum nokkra rétti sem hann hefur búið til. Það gekk mjög vel.“ Sem fyrr segir stundar Róbert kokkanám í Noregi. Hann segir námið þar virka þannig að fólk er í fjögur ár í náminu, tvö ár í skóla og svo tvö ár sem nemi á veitingastað. „Ég er á fyrsta ári sem nemi, þannig ég er á þriðja ári og á eitt og hálft ár eftir. Þetta er skemmtilegt á hverjum degi. Ég þekki helling af fólki sem er á sama aldri og ég og er að gera þetta. Við erum bara á fullu í þessu.“ Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt Svo virðist vera sem Róbert sé búinn að finna sína hillu í lífinu. Hann starfar nú á Statholdergaarden en sá veitingastaður er með eina Michelin stjörnu. Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í franskri og skandinavískri matargerð. Róbert segir þó að hann eigi sér ekki neina eina uppáhalds matargerð: „Mér finnst alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort ég sé með eitthvað uppáhald. Þar sem ég er að vinna erum við með svona franskt skandinavískt mix þannig ég geri það alveg helling núna. Við skiptum um matseðil á sex vikna fresti, þannig við breytum alveg oft.“ Róbert virðist hafa fundið sína hillu í lífinu.Aðsend Þá sér hann fyrir sér að búa áfram í Noregi en hann vill líka prófa að elda og búa í fleiri Norðurlöndum. „Ég er búinn að búa í Noregi síðan 2008 þannig ég er búinn að vera hérna lengi. Mig langar að vera í Noregi en mig langar líka að prófa að vinna í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.“ Matur Raunveruleikaþættir Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Þetta var geðveikt,“ segir Róbert um keppnina í samtali við blaðamann. Hugmyndin um að keppa í Masterchef kom þegar hann var að taka þátt í skólakeppni í eldamennsku. Á þessari keppni var stödd kona sem var að tala um Masterchef og auglýsa keppnina. Róbert og vinir hans töluðu saman um að skrá sig í keppnina þar sem hún fór fram og var tekin upp á meðan þau voru í sumarfríi í fyrra. Það endaði þó með að Róbert var sá eini í vinahópnum sem tók þátt þar sem hin í hópnum ákváðu að vinna um sumarið. Það reyndist gæfurík ákvörðun því Róbert stóð uppi sem sigurvegari. Hann er í dag átján ára gamall en var sautján ára þegar þáttaröðin var tekin upp í fyrra. Um er að ræða Masterchef keppni fyrir ungmenni. Verðlaunin fyrir að vinna keppnina voru síðan ekki af verri endanum: „Ég vann ferð til Frakklands á Bocuse d‘Or, stærstu kokkakeppni í heimi,“ segir hann. Róbert eldar hér einn af þeim réttum sem komu honum í úrslit Masterchef - Unge Talenter.Aðsend Skemmtilegast að elda fyrir besta unga kokk í heimi Róbert segir að keppnin og allt í kringum hana hafi verið skemmtilegt. Upptökudagarnir hafi verið langir en þegar þeim var lokið hafi hann skemmt sér, til að mynda á hótelinu og ströndinni. Honum fannst skemmtilegast að taka upp níunda þáttinn í þáttaröðinni: „Ég kannaðist við kokkinn sem kom þá, ég held að hann hafi unnið besti ungi kokkur í heiminum. Við gerðum nokkra rétti sem hann hefur búið til. Það gekk mjög vel.“ Sem fyrr segir stundar Róbert kokkanám í Noregi. Hann segir námið þar virka þannig að fólk er í fjögur ár í náminu, tvö ár í skóla og svo tvö ár sem nemi á veitingastað. „Ég er á fyrsta ári sem nemi, þannig ég er á þriðja ári og á eitt og hálft ár eftir. Þetta er skemmtilegt á hverjum degi. Ég þekki helling af fólki sem er á sama aldri og ég og er að gera þetta. Við erum bara á fullu í þessu.“ Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt Svo virðist vera sem Róbert sé búinn að finna sína hillu í lífinu. Hann starfar nú á Statholdergaarden en sá veitingastaður er með eina Michelin stjörnu. Um er að ræða veitingastað sem sérhæfir sig í franskri og skandinavískri matargerð. Róbert segir þó að hann eigi sér ekki neina eina uppáhalds matargerð: „Mér finnst alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki hvort ég sé með eitthvað uppáhald. Þar sem ég er að vinna erum við með svona franskt skandinavískt mix þannig ég geri það alveg helling núna. Við skiptum um matseðil á sex vikna fresti, þannig við breytum alveg oft.“ Róbert virðist hafa fundið sína hillu í lífinu.Aðsend Þá sér hann fyrir sér að búa áfram í Noregi en hann vill líka prófa að elda og búa í fleiri Norðurlöndum. „Ég er búinn að búa í Noregi síðan 2008 þannig ég er búinn að vera hérna lengi. Mig langar að vera í Noregi en mig langar líka að prófa að vinna í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.“
Matur Raunveruleikaþættir Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira